A-Húnavatnssýsla

Tala eingöngu um vextina

Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Meira

Fær hugmyndir og innblástur á netinu og hjá prjónavinkonum

Ólöf Ásta Jónsdóttir, eða Óla eins og hún er oftast kölluð, býr í Dalatúninu á Sauðárkróki með Helga Ragnarssyni, eiginmanni sínum. Óla starfar sem matráður hjá FISK Seafood.
Meira

Starf umsjónarmanns félags- og tómstundarstarfs fullorðinna á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns félags- og tómstundarstarfs fullorðinna. Í starfinu felst utanumhald starfseminnar, samvinna með menningar- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins, rekstur á rými starfsins í Fellsborg, innkaup á nauðsynjum starfsins o.fl.
Meira

Upp, upp og áfram og allir glaðir

Þá er komið að Sigurði Inga Einarssyni (Sigga Kúsk) sem býr ásamt konu sinni Brynju Hödd Ágústsdóttur og dætrum þeirra tveim, Diljá Daney og Sölku Máney. Þau búa á Kúskerpi fyrrum Akrahrepp í Skagafirði. Siggi er menntaður búfræðingur frá Hvanneyri. Á Kúskerpi er mjólkur- og kjötbúskapur, tveir mjaltaþjónar og smá glutra af sauðkind og hrossum og svo almenn landbúnaðarverktaka.
Meira

Kobbatvennur komu Kormáki/Hvöt í bobba

Kormákur/Hvöt heimsóttir Húsavík í dag þar sem lið Völsungs beið þeirra en Þingeyingar sátu í öðru sæti 2. deildar fyrir leikinn. Húnvetningar eru hins vegar í fallbaráttu en ætluðu sér stig. Eftir ágætan en markalausan fyrri hálfleik fór sú von út um gluggann og í hvalskjaft á Skjálfanda. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn gert fjögur mörk en gestirnir ekkert.
Meira

Bjart framundan hjá sauðfjárbændum

Næsti bóndi er Birgir Þór Haraldsson sem er fæddur og uppalin á Sauðárkróki og býr með Hörpu Birgisdóttur frá Kornsá og saman eiga þau tvo drengi þá Ágúst Inga og Bjarka Fannar. Í dag eru þau bændur á Kornsá í Vatnsdal og þar eru 600 vetrarfóðraðar ær og 80 hross. Birgir lauk námi í grunndeild húsasmíða við FNV og Búfræðiprófi frá LBHÍ.
Meira

Stórleikir í fótboltanum um helgina

Það er stóleikir fyrir liðin af Norðurlandi vsetra í fótboltanum þessa helgina. Húnvetningar ríða fyrstir á vaðið en þeir halda norður á Húsavík og leika þar við sterkt lið Völsungs. Seinna um daginn taka Tindastólsmenn á móti liði Árborgar á Króknum og á sunnudaginn spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn í úrslitakeppni neðri liða Bestu deildarinnar þegar Keflvíkingar mæta til leiks.
Meira

Innviðaskuld ríkisstjórnarflokkanna

Það er tæplega ofsagt að sumarið sem nú er á enda er það versta til heyskapar og útiveru í manna minnum. Rigningar, rok, kuldi, úrhelli, þoka og súld munu koma upp í hugann um ókomin ár þegar þessa árs verður minnst. Bændur hafa átt í stórkostlegum vandræðum með að komast um tún til heyskapar og víða hefur spretta ekki verið næg vegna of mikillar bleytu í jarðveginum. Þá hafa ekki gefist mörg tækifæri til að njóta útiveru öðruvísi en í regngalla og stígvélum.
Meira

Spennandi málþing í Kakalaskála

Á morgun laugardaginn 31.ágúst er afar spennandi málþing í Kakalaskála, sem staðsettur er á  bænum Kringlumýri í Blönduhlíð Skagafirði. Málþingið hefst klukkan 14 og er öllum opið. 
Meira

Réttalistinn 2024

Með aðstoð frá Bændablaðinu birtum við hjá Feyki réttalistann í Skagafirði og Húnavatnssýslum 2024. Það er bara núna um helgina sem gangnamenn leggja af stað á heiðar og fyrstu réttir um aðra helgi eða 6. september. Við óskum smalamönnum haustsins góðs gengis ósk um sæmilegt veður við smalamennskuna svo ekki sé minnst á góðar heimtur af fjalli. 
Meira