A-Húnavatnssýsla

Rjómi heldur að hann ráði öllu | Ég og gæludýrið mitt

Rjómi er nú ekki algengt nafn á dýri en það er einn kisi í Iðutúninu á Króknum sem ber þetta nafn enda liturinn á kettinum eins og á rjóma. Birta Karen, tíu ára snót, er eigandi Rjóma en hún er dóttir Brynju Vilhjálmsdóttur og Péturs Arnar Jóhannssonar. Rjómi er fimm ára og er blanda af norskum skógarketti en þeir eru með mikinn feld og síðan og þurfa þar af leiðandi mikla feldhirðu.
Meira

Fjórir ungir og efnilegir semja við Kormák Hvöt

Aðdáendasíða Kormáks hefur haft í nógu að snúast undarnfarnar vikur í að tilkynna hvaða ungu og efnilegu leikmenn eru búnir að skrifa undir hjá félaginu fyrir komandi átök í sumar. Fyrsti leikur verður spilaður á útivelli í byrjun maí eða þann 3. maí við KFA en fyrsti heimaleikurinn verður þann 10. maí á móti Gróttu á Blönduósvelli.
Meira

Gillon með ný lög á nýju ári

Út er komin rafræna smáskífan Rauða hjartað með Gillon. Hún inniheldur aukalagið Gyðjan brosir (2025) og er það endurgerð af áðurútgefnu lagi með Gillon, en ljóðið er eftir Geirlaug Magnússon og fengið úr bókinni N er aðeins bókstafur (2003).
Meira

Kappi sem kann að opna hurðir | Ég og gæludýrið mitt

Kappa þekkja allir krakkar úr teiknimyndaseríunum um Hvolpasveitina frægu en hann Kappi sem Sigurjón Elís Gestsson á er blanda af Border collie og íslenskum fjárhundi. Sigurjón kallar Kappa stundum Kappaksturs Kappa eða Lilli húndúr. Þeir búa á Skagfirðingabrautinni á Króknum ásamt foreldrum Sigurjóns, Ernu Nielsen og Gesti Sigurjóns, og þrem systrum Sigurjóns þeim Eydísi Önnu, Brynju og Freyju. Sigurjón á einnig systur og bróður sem búa í Bandaríkjunum. Feyki langaði aðeins að forvitnast um þá vini Sigurjón og Kappa.
Meira

Arnar Geir vann Opna jólamót PKS

Opna Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram föstudaginn 27. desember 2024 og tóku 32 keppendur þátt. Keppnisfyrirkomulagið var 501 og var keppt í átta fjögurra manna riðlum og að þeim loknum var farið í útslátt þannig að tveir efstu í öllum riðlum fóru í A útslátt og hinir tveir neðstu í B útslátt (forsetabikar). Mótið gekk ljómandi vel fyrir sig og voru margir hörkuleikir.
Meira

Jólablakmót á Blönduósi milli jóla og nýárs

Á huni.is segir að í vetur hefur verið mikið um að vera í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem fjölmennur hópur fólks hittist tvisvar í viku og spili blak sér til skemmtunar. Má jafnvel tala um að hér sé um hreint „blakæði“ að ræða. Í kjölfar þessa mikla blakáhuga ákváðu þau Ólafur Sigfús Benediktsson og Jóhanna Björk Auðunsdóttir, íþróttakennarar við Húnaskóla, að blása til blakmóts sem haldið var á milli jóla og nýárs; “Jólablakmót meistaranna 2024”.
Meira

Opnunartími hjá flugeldasölum fyrir þrettándann í Skagafirði

Þeir sem misstu sig í gleðinni á gamláskvöld og skutu upp öllum birgðunum og gleymdu að taka smá til hliðar til að skjóta upp á þrettándanum þurfa ekki að örvænta. Það verður nefnilega opið hjá Skagfirðingasveit á Króknum mánudaginn 6. janúar frá kl. 14-18 og hjá Grettismönnum á Hofsósi sunnudaginn 5. janúar frá kl. 16-20. 
Meira

Hvað á að gera við flugeldaruslið?

Það var einstaklega fallegt veður á gamláskvöld, bæði til að fara að brennunum og til að skjóta upp flugelda, og var greinilegt að fáir létu klundann á sig fá. Sveitarfélagið fær í ár fyrsta hrós ársins en ástæðan er sú að það hefur komið fyrir gámum sem er ætlað undir flugeldarusli á hinum ýmsu stöðum í firðinum. Á Sauðárkróki er gámurinn staðsettur við húsakynni Skagfirðingasveitar við Borgarröst 1. Á Hofsósi er hann staðsettur rétt hjá húsakynnum Björgunarsveitarinnar að Skólagötu og í Varmahlíð er hann staðsettur við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Meira

Gleðilegt nýtt ár !

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, svo ég vitni í sálminn hans séra Valdimars Briem sem ómar í viðtækjum landsmanna þegar árið líður undir lok. 
Meira

Byrjaði í orgelnámi síðasta haust

Friðrik Þór Jónsson í Skriðu í Blönduhlíð gerir upp árið með okkur hjá Feykir. Friðrik býr með Sigríði Skarphéðinsdóttur og eiga þau dæturnar Silju Rún og Sunnu Sif.
Meira