A-Húnavatnssýsla

Fimmtán ungir og efnilegir golfarar á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2024 fyrir kylfinga 12 ára og yngri hófst í dag, föstudaginn 30. ágúst, og er lokadagurinn á sunnudaginn. Keppt er á þremur völlum, á Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, í Mýrinni hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Sveinskoti hjá Golfklúbbnum Keili. Á ferðinni fyrir hönd GSS eru 15 ungir og efnilegir krakkar sem skipa þrjú lið í mismunandi styrkleikadeildum, tvær drengjasveitir og ein stúlknasveit.
Meira

Væru ekki sauðfjárbændur ef þau væru ekki bjartsýn

Áfram tökum við stöðuna á bændum og nú eru það hjónin Ingveldur Ása og Jón Ben eru bændur á Böðvars-hólum í Húnaþingi vestra og búa þar ásamt börnum sínum þrem Margréti Rögnu, Klöru Björgu og Sigurði Pétri. Þau hjónin eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri og Ingveldur er líka þroskaþjálfi. Þau eru sauðfjárbændur og reka hundahótel og vinna þau bæði utan bús Jón við verktöku og Ingveldur vinnur í leik og grunnskólanum á Hvammstanga.
Meira

Dans og skemmtun í Krúttinu

Laugardaginn 31. ágúst verður viðburður og námskeið í Krúttinu á Blönduósi sem kallast Art in motion. Dance Class. Concert. Party. Þetta gæti gúgglast sem List á hreyfingu. Dansnámskeið. Tónleikar. Veisla. Nema hvað að dagskráin hefst kl. 17:30.
Meira

Framtíðin björt á Syðsta-Mói

Feykir setti sig í samband við nokkra bændur og tók stöðuna á hvernig búskapurinn gengi í tíðinni og Kristófer Orri Hlynsson sem býr á Syðsta-Mói í Fljótum ásamt Söru Katrínu konunni sinni og tveimur dætrum er fyrstur til svars. Þau erum með um 300 fjár nokkrar holdakýr og hross. Samhliða búskapnum starfar Kristófer á kúabúinu Hlíðarenda í Óslandshlíð og Sara í útibúi KS Ketilási, en hún er í fæðingarorlofi þessar stundir.
Meira

Útivallarferð deluxe til stuðnings Kormáki/Hvöt

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsti af þremur úrslitaleikjum Kormáks Hvatar um áframhaldandi veru í 2. deild karla í knattspyrnu. Aðdáendasíða liðsins segir frá því að farið verður á Húsavík við Skjálfanda og nú þurfi að smala í stúkuna!
Meira

Ríkisstjórnin fundaði með fulltrúum Norðurlands vestra í Gránu í gær

Sveitarfélögin Húnabyggð, Húnaþing vestra, Skagafjörður og Skagaströnd auk Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) ræddu við ríkisstjórnina um stöðu og þróun samfélagsins á Norðurlandi vestra á fundi í gær sem haldinn var í Gránu á Sauðárkróki. Aðspurður sagði Einar Eðvald Einarsson frá Skörðugili að samtalið hafi verið jákvætt. „Eg er sannfærður um að þau fara héðan fróðari um okkar stöðu og okkar sjónarmið en þau voru áður,“ sagði Einar en nánar er rætt við hann í fréttinni.
Meira

Telur að flestir eigendur Búsældar muni taka tilboði KS

Stjórnarformaður Búsældar ehf., sem fer með eignarhlut bænda í kjötiðnaðarfyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska (KN), telur að flestir þeirra selji hlut sinn til Kaupfélags Skagfirðinga, sem í byrjun júlí gerði yfirtökutilboð í félagið. Héraðsmiðilinn Austurfrétt segir frá því að formaðurinn treysti á að skilyrði í búvörulögum tryggi að kaupin verði bæði bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Eimur vex til vesturs | Fréttatilkynning

Bakhjarlar Eims, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga- og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra undirrituðu í dag samkomulag um inngöngu samtakanna í Eim. Eimur hefur það meginmarkmið að bæta nýtingu auðlinda með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Nú spannar starfsvæði félagsins allt Norðurland.
Meira

Heyskapartíð verið erfið síðan um miðjan júlí

„Eins og alltaf eru aðstæður misjafnar og staða bænda því misjöfn. Jú, árferði hefur verið óvenjulegt á þessu svæði í vor og sumar. Það var víða mikill klaki í jörð sem fór mjög seint og gerði bændum erfitt fyrir með vorverk s.s. jarðvinnslu og sáningu í flög sem varð fyrir vikið óvenju seint á ferðinni. Það var líka fremur kalt í veðri og úrkomusamt sem olli því að jörðin hlýnaði hægt og spretta grasa hæg. Sláttur hófst því heldur seinna en flest undanfarin ár. Spretta hefur hins vegar almennt verið góð þegar liðið hefur á sumar og er háarspretta góð,“ sagði Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML, þegar Feykir spurði hann út í stöðuna hjá bændum en slæm tíð hér Norðanlands hefur verið talsvert í umræðunni og þá áhrif hennar á sprettu og slátt.
Meira

Ríkisstjórnin fundar í Gránu

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki í dag. Ríkisstjórnin mun auk þess funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira