Appelsínugul viðvörun í dag - og ekkert ferðaveður

Gul og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á landinu vegna mjög djúprar lægðar sem væntanleg er inn á Grænlandshaf í dag og mun senda skil yfir landið með stormi eða roki, talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll á Ströndum og Norðurlandi vestra, staðbundið yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og sunnan 20-28 m/s á landinu í dag, slyddu í fyrstu, síðar talsverðri rigningu á láglendi en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 3 til 9 stig síðdegis. Snýst í allhvassa suðvestanátt vestanlands í kvöld með skúrum eða slydduéljum.

Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Vegna hlýnandi veðurs og mikils vindstyrks má búast má við leysingum og auknu afrennsli. Aukin hætta á krapaflóðum á sunnanverðu landinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir