Breyting á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðaherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurðar. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa.

Þannig verður gert mögulegt að forða frá niðurskurði þeim hluta hjarðarinnar sem ber verndandi arfgerð gegn riðu. Breytingunni er ætlað að minnka þann skaða sem sauðfjárbændur og þeirra nærsamfélag verða fyrir þegar riða greinist og flýta jafnframt fyrir ræktun á fjárstofni sem ber verndandi arfgerð gegn riðu.

Reglugerðin hefur þegar tekið gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir