Málþing til heiðurs Jóni og Ingibjörgu
Á morgun fimmtudaginn 16. nóvember verður málþing haldið í aðalbyggingu Háskólans á Hólum í Hjaltadal til heiðurs þeim hjónum Jóni Bjarnasyni, fv. skólastjóra Bændaskólans á Hólum og Ingibjörgu konu hans. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 09:30 og lýkur kl.16:00. Málþingsstjóri er Bjarni Maronsson.
Dagskrá málþingsins er fjölbreytt þar sem heimamenn jafnt sem aðkomumenn leggja af mörkum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-iðnaðar og nýsköpunar segir frá sýn sinni á hlutverki Háskólans á Hólum til næstu fimm ára og til lengri framtíðar. Sr. Gísli Gunnarsson Vígslubiskup á Hólum talar um Hólastað, skólann og kirkjuna sem órjúfanlega heild frá örófi alda. Ingibjörg Gunnarsdóttir aðstoðarrektir vísinda Háskóla Íslands veltir upp hvort Háskólinn á Hólum á að veðja á sérstöðu í vísindum og verkefnavali, eða keppa við aðra mennta-rannsóknarstofnanir um hylli nemenda og fjármagn. Vilhjálmur Egilsson fv.alþingismaður og fv.rektor Háksólans á Bifröst talar um gildi háskóla/menntastofnana fyrir uppbyggingu og velgengni landsbyggðarinnar, efnhags- og félagslega og hvert framlag Háskólans á Hólum hefur verið á Norðurlandi. Aðrir sem flytja erindi eru Skúli Skúlason fv. Rektor háskólans á Hólum, Ólafur Sigurgeirsson lektor, Ingibjörg Sigurðardóttir deildarstjóri ferðamáladeildar, Guðrún Stefánsdóttir dósent við hestafræðideild, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor skólans mun síðan í lokin draga niðurstöður af fundinum og segja álit sitt á framtíð staðarins. Dagskrána í heild sinni má finna HÉR.
Áður en þingi verður slitið horfir Jón Bjarnason sjálfur yfir sviðið fyrr og nú.
Allir eru velkomnir heim að Hólum til þátttöku á þessu Málþingi til heiðurs Jóns Bjarnasonar með því að skrá sig á netfanginu: k108@simnet.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.