Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir með útgáfutónleika í Hofi þann 18. janúar

"Ég hitti þig" er fimmta plata söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur og sú fyrsta sem eingöngu inniheldur hennar eigin tónsmíðar, en hér hefur hún samið lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar. Tónlistin er í senn bæði seiðandi og dramatísk og svolítið í ætt við portúgalska Fado tónlist, en öll lögin bera engu að síður sterkt og þjóðlegt yfirbragð sem hefur verið einkenni Kristjönu allt frá því hún hóf sinn sólóferil.

Örn Eldjárn, sonur Kristjönu hefur borið hita og þunga af útsetningum og upptökum og án hans aðkomu hefði þessi plata ekki orðið að veruleika. ,,Það er heiður að fá að vera þátttakandi í þessu verkefni, bæði sem hljóðfæraleikari og útgefandi," segir Jón Rafnsson sonur hennar. 

Útgáfutónleikar Kristjönu Arngrímsdóttur verða í Hofi þann 18. janúar kl. 20:00 og væri gaman að sjá bæði Skagfirðinga og Húnvetninga á svæðinu. Miðapöntun er á tix.is og mak.is (Menningarhúsið HOF 450-1000)

í Hljómsveitinni á útgáfutónleikunum verða þeir Tómas Jónsson, Matthías Stefánsson, Kristofer Rodriguez , Jón Rafnsson og Örn Eldjárn. Söngraddir, "Blood Harmony" Örn, Ösp og Björk Eldjárn. Kristján E. Hjartarson og Amelía Eldjárn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir