A-Húnavatnssýsla

Undirheimar fengu veglega gjöf

Félagsmiðstöðin Undirheimar fengu veglega gjöf á dögunum er Minningarsjóður hjónanna frá Garði og Vindhæli styrkti félagsmiðstöðina með nýju poolborði. Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla á Skagaströnd og segir í tilkynninguni  ,,Það má með sanni segja að gleðin yfir nýja borðinu er mikil" og er enginn vafi á að þessi gjöf eigi eftir að nýtast vel í framtíðinni.  
Meira

Hamborgarar og konfektkúlur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 9, 2024, var Ingimar Sigurðsson en hann býr á Kjörseyri í Hrútafirði og hefur búið þar í nærri fimmtán ár. Ingimar langar til að byrja á að þakka Rósu vinkonu sinni fyrir að skora á sig í þetta verkefni, en það er erfitt að feta í fótspor hennar þegar kemur að tilþrifum í eldhúsinu. Ingimar hefur reyndar bara heyrt sögur af þessum tilþrifum (frá henni) en Rósa hefur aldrei boðið honum í mat!
Meira

Óskað eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2025

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar nk.

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025 vegna sjöttu úthlutunar sjóðsins, hægt verður að sækja um til miðnættis 28. febrúar 2025. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru rúmar 477 milljónir króna.
Meira

Jóhanna á Akri valin Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu 2024

Húnahornið stóð í 20. skipti fyrir valinu á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu nú í janúar. Niðurstaðan varð sú að lesendur netmiðilsins völdu Jóhönnu Erlu Pálmadóttur á Akri sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2024. Jóhanna er textílkennari og verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi og frumkvöðull að tilurð Vatnsdælurefilsins og Prjónagleðinnar svo fátt eitt sé nefnt.
Meira

Sauðfjárbóndi telur kindur

Síminn hringir. „Halló.“ „Já, halló. Heyrðu já, góðan dag, ég þarf eiginlega að fá símatíma hjá lækninum mínum.“ „Já, það er nú ekki víst að ég geti hjálpað þér með það.“ „Nú jæja, og á þetta ekki að heita spítali þarna á Blönduósi!?“
Meira

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira

Byggðakvóti Skagastrandar skerðist um 115 tonn

Á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar segir í fréttaskoti, sem var birt 24. janúar, að mikil vonbrigði hafi verið þegar Matvælaráðuneytið birti úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025 en úthlutun til sveitarfélagsins fer úr 170 tonnum í 55 tonn vegna fiskveiðiársins 2023-2024 í nýjustu úthlutun sem samsvarar 115 tonna skerðingu. Þegar úthlutanir fyrir önnur bæjarfélög á Norðurland vestra eru skoðuð þá fær Hvammstangi(130 tonn), Blönduós(15 tonn), Sauðárkrókur(130 tonn) og Hofsós(15 tonn) sömu úthlutun og í fyrra og er því Skagaströnd eina bæjarfélagið sem verður fyrir skerðingu á svæðinu. 
Meira

Húnaþing vestra kallar eftir ábendingum

Nú stendur yfir vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri. Fyrir nokkrum árum var sambærileg vinna unnin fyrir vegi í dreifbýli og allir vegir myndaðir og hættur skoðaðar á vegum SSNV. Sambærileg vinna fer nú í gang fyrir þéttbýlisstaði í sveitarfélaginu segir á vef Húnaþings vestra. 
Meira

Sautján nýburagjafir gefnar í Húnaþingi vestra í fyrra

Á vef Húnaþings vestra segir að frá árinu 2023 hefur nýbökuðum foreldrum í sveitarfélaginu verið færð lítil gjöf til að bjóða nýfædda íbúa velkomna í heiminn og voru gefnar 17 gjafir á árinu 2024.
Meira