A-Húnavatnssýsla

Bleikt boð á Löngumýri í Skagafirði

Í tilefni af bleikum október verður haldið Bleikt boð til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, fimmtudagskvöldið 26. október á Löngumýri. Húsið opnar kl. 18:30
Meira

Var geld en samt ekki!

Á fréttavefnum Trolli.is segir að Haraldur Björnsson, jafnan nefndur Halli Bó, sem er með fjárbúskap “suður á firði”, eigi á sem nefnist Snjólaug og sé fjögurra vetra gömul. Það er nú ekkert fréttnæmt í því nema fyrir þær sakir að Snjólaug hefur tvisvar borið einlembing en þegar hún var sett í sónar sl. vetur kom í ljós að hún væri geld.
Meira

Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi á föstudaginn var söngleikinn um Benedikt búálf. Benedikt búálf þekkja vel flestir, um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gerði og söngtextar eftir Andreu Gylfadóttir og Karl ÁgústÚlfsson.
Meira

Töfrar leikhússins í sinni skærustu mynd

Síðastliðinn sunnudag fór ég á Sauðárkrók til að sjá Benedikt búálf í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks og í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Ég fór af stað með því hugarfari að fara á barnasýningu sem mögulega myndi skilja eftir svona gott í hjartanu tilfinningu, en vá og aftur vá. Þessi sýning hjá leikfélagi Sauðárkróks lyfti mér úr sætinu og töfraði mig upp úr skónum, ég sveiflaðist svo gjörsamlega með hverri einustu sveiflu á sviðinu að það var eins og ég væri stödd í Álfheimum.
Meira

Íslandsmótið í Boccia á Sauðárkróki

Gróska íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir einstaklingskeppni í Boccia í Íþróttahúsinu á Sauðárkrók um næstu helgi. Von er á að rúmlega 160 keppendur verði á mótinu og með aðstoðarfólki verða þetta um 250 manns sem von er á í fjörðinn um helgina. Mótið hefst með mótssetningu kl 9:30 á laugardagsmorgni og keppni byrjar kl 10:00 og stendur til rúmlega 20:00. Síðan hefst mótið aftur kl 9:00 á sunnudagsmorgun og stefnt er á að því ljúki um 14:30. Verðlaunaafhending er að keppni lokinni. Lokahóf verður svo í Miðgarði á sunnudagskvöld frá kl 18:30 til um það bil 23:00 með mat og dansi.
Meira

Hver er staðan á íbúðamarkaðnum og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðunum?

Á vef Byggðastofnunar kemur fram að Byggðastofun, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Lóa nýsköpunarstyrkur standa saman að opnum fundi á Kaffi Krók í hádeginu næsta fimmtudag, 19.október og er hann öllum opinn.
Meira

Sigur í fyrsta heimaleik í Subway deild karla

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway deild karla, annarri umferð, fór fram á laugardaginn var. Tindastóll tók á móti Keflvíkingum, sem byrjuðu betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastól og var sóknarleikur Keflvíkinga betri en hjá heimamönnum leiddu þeir fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn virtust eiga erfitt með að finna taktinn í sóknarleiknum í upphafi leiks. Kannski hafði það eitthvað að gera með að Pétur Rúnar sat meiddur á bekknum. Keflvíkingar voru sterkari í upphafi annars leikhluta og Tindastóll náði að halda sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum.
Meira

Góðgerðartónleikar í minningu Skúla

Skúli Einarsson, bóndi og tónlistarmaður frá Tannstaðabakka í Hrútafirði, lést í nóvember 2021 af völdum krabbameins. Í kjölfarið varð til sú hugmynd að halda góðgerðartónleika í minningu hans til að varpa ljósi á hans tónlistarferil og þá áhrifavalda sem mótuðu hann í gegnum hans spilamennsku. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október og hefjast kl. 20:00. Hægt er að kaupa miða á adgangsmidi.is eða við dyr.
Meira

Fullkominn matur fyrir komandi vetur

Matgæðingar í tbl 4 á þessu ári voru Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson (Gulli) í Hátúni í Skagafirði. Þau eiga þrjú börn, Jón Dag, Dagmar Ólínu og Hrafn Helga, og tvö barnabörn. Helga og Gulli eru bæði úr Skagafirðinum, Helga frá Laugarbökkum í Lýtingsstaðahreppi og Gulli frá Stóru-Gröf ytri í Staðarhreppi. Helga er kennaramenntuð og Gulli vann við tamningar áður en þau ákváðu að gerast kúabændur í Hátúni. „Við erum engir ástríðukokkar en höfum gaman af að slá upp matarveislum annað slagið. Þar er það helst villibráðin sem Gulli veiðir og ég matreiði sem verður fyrir valinu. Skemmtilegast er að matreiða úr hráefni sem við framleiðum eða veiðum sjálf,“ segir Helga.
Meira

Sjötugs afmælis-tónleikaveislan byrjuð

Miðgarður í Varmahlíð fylltist af fólki í gærkvöldi þegar afmælis-tónleikaveislan hans Óskars Péturssonar hófst. Í viðtalinu hér fyrir neðan sem tekið var fyrir síðasta tölublað Feykis segir Óskar frá því þegar hann ætlaði að halda uppá þrítugs afmælið sitt í Álftagerði en festist í Bakkaselsbrekkunni og var sá eini sem ekki mætti í afmælið, minnstu mátti muna að sagan endurtæki sig þegar Óskar sat fastur á Öxnadalsheiðinni á leiðinni vestur í gær, ásamt hljómsveit og söngkonu, en hlutirnir hafa tilhneygingu til að reddast þegar Óskar er annars vegar og að sjálfsögðu mættu allir, nema Ívar Helgason sem hafði náð sér í flensu. Mikil stemming og gleði var í Miðgarði í gærkvöldi og tónleikarnir frábærir.
Meira