Vegagerðin styrkir tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum
Vegagerðin óskar eftir umsóknum í styrk vegna samgönguleiða og er umsóknarfrestur til 22. mars. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi samgönguleiða skv. reglum nr. 1155/2011:
- vega yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir;
- vega að bryggjum;
- vega að skíðasvæðum;
- vega að skipbrotsmannaskýlum;
- vega að fjallskilaréttum;
- vega að leitarmannaskálum;
- vega að fjallaskálum;
- vega innan uppgræðslu- og skógræktarsvæða;
- vega að ferðamannastöðum;
- vega að flugvöllum og lendingarstöðum sem ekki eru áætlunarflugvellir, en taldir eru upp í samgönguáætlun.
Umsækjandi skal leggja fram greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd sem felur m.a. í sér upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar, áætlaðan kostnað og aðra fjármögnun verksins.
Umsækjandi hverju sinni skal vera veghaldari þeirrar samgönguleiðar sem nýtur styrks. Er honum skylt að sjá um merkingar vegar og aðra þá þætti er falla undir veghald, sbr. ákvæði vegalaga.
Athygli er vakin á því að samgönguleiðir sem njóta styrkja samkvæmt heimild í vegalögum skulu opnar allri almennri umferð.
Vegagerðin gerir tillögu um afgreiðslu styrkveitinga til ráðherra. Rétt er að vekja athygli á því að styrkir á grundvelli umsókna sem fengið hafa samþykki ráðherra skuli ekki afgreiddir fyrr en framkvæmd hefur verið tekin út án athugasemda og framkvæmdaleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi liggur fyrir ef þess gerist þörf.
Sé umsókn hafnað er sú ákvörðun ekki kæranleg á grundvelli stjórnsýslulaga.
Umsækjendur sækja um rafrænt á „Mínum síðum“ og fylla út umsóknareyðublað. Umsækjendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Komast má á Mínar síður með því að smella á lásinn hér í horninu efst til hægri eða hér á þessum link.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.