A-Húnavatnssýsla

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Áslaug Arna með opna viðtalstíma í dag í Húnabyggð frá kl. 8:30 og Húnaþingi vestra frá kl. 16:30

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetur skrifstofu sína í Húnabyggð og Húnaþingi vestra í dag fimmtudaginn 23. nóvember.
Meira

Vel heppnað menningarkvöld NFNV

Hið árlega menningarkvöld nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn, 17. nóvember sl. Menningarkvöldið heppnaðist mjög vel en um 200 manns sóttu viðburðinn. Bodypaint keppnin var á sínum stað ásamt tónlistaratriðum en einnig var bryddað upp á nýjungum.
Meira

Blönduósingur sem býr í Grindavík – Helga Ólína Aradóttir og Jón Steinar Sæmundsson

Nú heyrum við Blönduósingnum henni Helgu Ólínu Aradóttur sem er fædd og uppalin á Blönduósi en bjó í 20 ár á Skagaströnd þar sem hún kenndi við Höfðaskóla. Helga og maðurinn hennar, Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf., hafa búið saman í Grindavík síðan Helga flutti til hans fyrir sex árum síðan. Jón Steinar hefur hins vegar búið í Grindavík síðan hann var tveggja ára en þau eiga heimili á Litluvöllum sem er ofarlega vestanmegin í bænum.
Meira

Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Meira

Tindastóll og Hvöt/Fram á Goðamóti Þórs í 6. flokki kvenna

Um sl. helgi fór fram Goðamót Þórs hjá 6. flokki kvenna í Boganum á Akureyri og sendu bæði Tindastóll og Hvöt/Fram nokkur lið til leiks. Á föstudeginum var hraðmót og spilaðir voru þrír leikir 2*7 mínútur þar sem úrslit leikja sögðu til um í hvaða styrkleikaflokki (A-F) hvert lið spilaði í á laugardeginum. Þá voru einnig spilaðir þrír leikir en hver leikur var 2x10 mínútur og voru svo úrslitaleikir á sunnudeginum þar sem spilað var um sæti.Tindastóll sendi þrjú lið til leiks, Drangey, Málmey og Lundey og Hvöt/Fram sendi tvö lið, lið 1 og lið 2.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 21 í kvöld til kl. 14 á morgun

Síðustu daga og vikur hefur verið ágætis veður á Norðurlandi vestra þó sumir dagar hafi verið frekar kaldir. Í kvöld, 20. nóvember, á hins vegar að bæta í vindinn og er gul veðurviðvörun í gildi á svæðinu frá kl. 21:00 til kl. 14:00 á morgun, 21. nóvember. Á vedur.is segir; sunnan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s, einkum austantil. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Meira

Útrýmum riðuveikinni hjá sauðfé á Íslandi

Eftir að genið sem veitir nánast algert ónæmi sauðfjár gagnvart riðu fannst í fé á Þernunesi á síðasta ári opnaðist skyndilega möguleiki til útrýmingar riðu hjá sauðfé hér á landi.
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólunum í framlengdum leik sl. föstudag

Á föstudaginn var, 17. nóvember, brunuðu Stólastrákar til Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þar sem spilaður var hörkuleikur sem endaði í framlengingu þar sem Njarðvík vann leikinn 101-97. Stólastrákar spiluðu án Sigtryggs Arnars, David Geks og Hannes Inga. Pétur var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni en gaman var að sjá að Callum Lawson og Ragnar Ágústsson stigu upp í leiknum og voru með þeim stigahæstu.
Meira

Flaggskipið Skvetta loksins komið á sinn hinsta stað

Laugardaginn 11. nóvember ráku eflaust nokkrir augun í að báturinn Skvetta var á ferðinni í Skagafirði en það var að þessu sinni ekki úti á sjó heldur var verið að ferja hann á sinn hinsta stað, Ytri-Húsabakka. Eigandinn er Þorgrímur Ómar Tavsen, elsti sonur Una Péturssonar og Sylvíu Valgarðsdóttur, en Ómar, eins og hann er kallaður, er fæddur og uppalinn á Hofsósi. Er þessi bátur nýjasta viðbótin við Smábátasafnið á Ytri-Húsabakka og á hann langa sögu með Ómari því hann eignaðist bátinn fyrst árið 2005, gerði upp og réri í nokkur ár eða þangað til að Ómar flutti til Njarðvíkur þar sem hann vann hjá útgerðarfyrirtækinu Grímsnesi ehf. í tæplega áratug. 
Meira