Aðgerðastjórn Norðurlands vestra vill bráðabirgðaaðsetur hjá Skagfirðingasveit
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.03.2024
kl. 08.19
Á huni.is segir að Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafi sent sveitarstjórnum á svæðinu bréf þar sem fjallað er um brýna þörf á uppsetningu á aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í landshlutanum. Í bréfinu er lagt til að aðstöðunni verði komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar sem er við Borgarröst 1 á Króknum. Áfram munu verða starfræktar aðgerðastjórnir í Húnavatnssýslum þegar upp koma atburðir sem þess krefjist.
Mun lögregluembættið kosta uppsetningu aðgerðastjórnarinnar en sveitarfélögin á svæðinu kosta rekstur hennar. Samkvæmt áætlun lögreglustjóra er heildarkostnaður rekstrarins áætlaður á árinu 2024 um 1,8 milljón krónur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.