„Í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.03.2024
kl. 15.34
Kröfur fjármálaráðuneytisins um eignarhald á eyjum og skerjum, sem byggðar eru á vinnu óbyggðanefndar, hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir og hafa síður en svo slegið í gegn. Hér á Norðurlandi vestra slær óbyggðanefnd til að mynda eign ríkisins á 105 eyjar, hólma, björg og sker og þar á meðal Drangey, Þórðarhöfða og Hrútey í Blöndu svo eitthvað sé talið til. Það fellur síðan í hlut réttmætra eigenda að sanna eignarhald sitt.
Meira