A-Húnavatnssýsla

Frábær mæting á fyrsta konukvöldi PKS

Í gærkvöldi var mikil stemning í aðstöðunni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar við Borgarteig 7 þegar hátt í 40 konur mættu og spiluðu pílu saman á fyrsta konukvöldi PKS. Þarna voru saman komnar konur sem bæði kunnu leikinn og kunnu ekkert og voru því mættar til að læra og prufa sig áfram.
Meira

Upplýsingasíðan, Vegir okkar allra, orðin aðgengileg

Nú á dögunum var sett í loftið ný upplýsingasíða undir yfirskriftinni Vegir okkar allra en þessi vefur var settur upp af stjórnvöldum til að útskýra hvernig þau ætla að fjármagna vegakerfið sem verður svo innleitt í skrefum á næstu árum. Stjórnvöld stefna að því að aðlaga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis með upptöku kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda en fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi á Alþingi um innleiðingu nýs kerfis. Í því er markmiðið að tryggja fjármögnun vegakerfisins til framtíðar og jafnræði í gjaldtöku óháð orkugjafa ökutækja því ljóst er að núverandi kerfi mun renna sitt skeið á enda og tekjur af því munu minnka verulega samhliða orkuskiptum.
Meira

Jólamarkaður á Hvammstanga um helgina

Jólamarkaður verður haldinn í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 2. desember milli kl. 12 og 16. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að hægt verður að festa kaup á einstakan varning sem er tilvalinn í jólapakkann, ljúffengt góðgæti og jólaandinn verður að sjálfsögðu á staðnum. 
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld milli kl. 20-22

Í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Hugum að auðlindinni okkar – stillum kerfin og drögum úr sóun

RARIK býður viðskiptavinum hitaveitunnar á Blönduósi og Skagaströnd að fá til sín fagmann til að yfirfara hitakerfi í híbýlum sínum, sér að kostnaðarlausu.
Meira

Ægir Björn í 3. sæti á The European Championship 2023 í Bretlandi

Dagana 25. og 26. nóvember fór fram The European Championships 2023 í Bretlandi en sex einstaklingar frá Norðurlandi komust inn á mótið og voru þau, að þessu sinni, einu Íslendingarnir sem kepptu í ár en margir af þekktari Crossfitturum landsins hafa tekið þátt í þessari keppni og náð mjög góðum árangri.
Meira

Viltu taka þátt í að gera ,,Heim að Hólum á aðventu" enn skemmtilegra?

Skipuleggjendur viðburðarins ,,Heim að Hólum á aðventu" sem verður haldinn laugardaginn 9.  desember nk. leita að einstaklingum eða hópum sem hafa áhuga á að selja eða kynna vörur sínar eða varning, vera með lifandi tónlist, lesa upp úr bókum eða bara það sem þeim dettur í hug að gera og gæti verið skemmtileg viðbót við það sem komið er. Áhugasamir geta haft samband við Róbert Óttarsson á roberto@holar.is. 
Meira

Tólf teymi í þjálfun á Norðurlandi vestra í sl. viku

Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra í síðastliðinni viku því bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi fór fram þjálfun, prófun og vottun löggæsluhunda fyrir allar löggæslustofnanir á Íslandi. Hingað voru mætt tólf teymi og voru lögð fyrir þau, bæði hunda og þjálfara, ýmis verkefni með það að markmiði að þjálfa færni þeirra í leit að sprengjum eða fíkniefnum. Þá þurfa öll teymi að fá þjálfun/prófun í skotfæra- og skotvopnaleit.
Meira

Krækjurnar í 5. sæti eftir fyrsta mótið í Íslandsmótinu

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki fóru í byrjun nóvember til Húsavíkur á fyrsta mótið af þrem sem haldið er í Íslandsmótinu í blaki í 2. deildinni í vetur. Þar spiluðu þær sex leiki og uppskáru þrjá sigra og þrjú töp og enduðu í 5. sæti með 11 stig.
Meira

Jólabingó í Árskóla í kvöld

Hver elskar ekki að fara í bingó? kannski verður þú svo heppinn að þú vinnur eitthvað sem þú getur gefið í jólagjöf, það væri nú algjör snilld. En 10. bekkur í Árskóla ætlar að halda jólabingó í kvöld, þriðjudaginn 28. nóvember, kl. 18:00 í matsal skólans. Fullt af flottum vinningum, spjaldið kostar 1000 kr. og sjoppan verður opin og þar má versla ýmislegt góðgæti en því miður verður enginn posi á staðnum. Svo er um að gera að vera tímalega á ferðinni því síðast komust færri að en vildu.
Meira