Allt að 70 bifreiðar í vandræðum á Vatnsskarði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
31.03.2024
kl. 15.44
Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur vegfarendur til að fylgjast vel með færð og veðri en gul veðurviðvörun er fyrir umdæmið í dag. Björgunarsveitir eru að störfum á Vatnsskarði en þar eru ökumenn allt að 70 bifreiða í vandræðum í mjög slæmu veðri. Búið er að loka Öxnadalsheiði.
Meira