A-Húnavatnssýsla

Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Skagaströnd á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 6. desember, verða ljósin á jólatrénu á Skagaströnd tendruð á Hnappstaðatúni kl. 17. Þar munu nemendur í 1. bekk Höfðaskóla sjá um að tendra jólaljósin og heyrst hefur að nokkrir jólasveinar munu mæsta á svæðið í jólajappalestinni. Boðið verður upp á að grilla sykurpúða yfir opnum eldi. Öll hjartanlega velkomin.
Meira

Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk

Söfnin þrjú á Norðurlandi vestra, þ.e. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði, hafa undanfarin ár lagt áherslu á aukið samstarf og fræðslu sín á milli. Söfnin sem öll eru viðurkennd söfn, hafa m.a. staðið fyrir nokkrum námskeiðum fyrir safnafólk sem hafa nýst vel í safnastarfinu og hefur styrkur úr aukaúthlutun Safnasjóðs skipt þar sköpun.
Meira

Söngvakeppni NFNV haldin á morgun

Söngvakeppni nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fer fram á morgun, miðvikudaginn 6. desember. Á stokk stíga nemendur skólans og mun sigurvegarinn verða fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2024. Keppnin verður haldin á sal skólans, húsið opnar kl. 19:30 og dagskráin byrjar kl. 20:00. Miðaverð er 1.000 kr.
Meira

19 dagar til jóla

Já sæll, 19 dagar til jóla og ég ekki enn byrjuð á jólagjöfunum.... þetta reddast er það ekki:) Allavega ætla ég ekki að stressa mig á þessu því það er alþjóðlegi heitapottadagurinn í dag og því um að gera að skella sér í pottinn hvort sem það er heima hjá sér eða í sundlauginni. En það er líka alþjóðlegi súkkulaðiköku dagurinn og það væri góð hugmynd að fá sér eina slæsu með rjóma þegar þú ert búin í pottinum:) Munum að njóta en ekki þjóta í desember:)
Meira

Tveir knapar frá Norðurlandi vestra í fyrsta úrtaki U-21 landsliðshópsins í hestaíþróttum

Á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga (Ihhestar.is) segir að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í hestaíþróttum, sé búin að velja fyrsta úrtak í landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2024, alls 18 knapa. Voru þau Guðmar Hólm Ísólfsson frá Hestamannafélaginu Þyt og Þórgunnur Þórarinsdóttir frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi valin í hópinn en framundan eru heilmikil verkefni því landsliðshópurinn starfar yfir allt árið. Hápunktur komandi árs er þátttaka á Norðurlandamótinu í Herning í Danmörku 8.- 11. ágúst næstkomandi og lokahópur Íslands á mótið verður kynntur í sumar.
Meira

Aðventugleði Húnabyggðar var haldin í gær

Það var líf og fjör í Húnabyggð í gær þegar aðventugleðin var haldin í fallegu en köldu veðri fyrir framan félagsheimilið á Blönduósi. Sveitarstjórinn, Pétur Arason, las jólaminninguna þegar krummi stal jólunum. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli, var með hugvekju.
Meira

Hannyrðabók með hekluðum fígúrum og dóti

Þann 16. nóvember sl. kom út bókin Hekla en sú bók er með uppskriftum að hekluðum leikföngum fyrir yngstu kynslóðina og má þar finna uppskriftir af svani, einhyrningi, blómálfi, jólakúlum og margt fleira. Þær henta bæði byrjendum og lengra komnum og er það Elsa Harðardóttir, 34 ára Seyðfirðingur sem býr í Hafnarfirði, sem á heiðurinn af þessari bók.
Meira

20 dagar til jóla

Í dag er 4. desember og aðeins 20 dagar til jóla... þetta þýtur áfram en í dag er alþjóðlegi sokkadagurinn og smákökudagurinn. Þá er um að gera að fara í litríka sokka og baka svona eins og eina sort af jólasmáköku til að jappla á yfir imbakassanum í kvöld með fætur upp í loft í litríku sokkunum sínum:) Eigið dásamlegan dag:)
Meira

21 dagur til jóla

Meira