Sveitarstjórn vill kanna áhuga íbúa á samvinnu við merkjalýsingu

Sveitarstjórn Skagabyggðar vill kanna áhuga íbúa á að sameinast um átak í merkjalýsingu (hnitsetningu) lögbýla sinna með aðkomu sveitarfélagsins að verkinu. Sveitarstjórn telur að með því að íbúar sameinist í þessu verkefni með aðkomu sveitarfélagsins sé hægt að gera merkjalýsingar mun hagkvæmar fyrir íbúa.

Mikilvægt er að tilkynna um áhuga á þátttöku í verkefninu fyrir 15. apríl 2024 á netfangið skaga.byggd@simnet.is þannig hægt sé að leggja mat á umfang verkefnisins og skipuleggja hvernig aðkoma sveitarfélagsins gæti orðið að verkefninu.

Ítarlega er farið yfir málið í tilkynningu á heimasíðu Skagabyggðar >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir