A-Húnavatnssýsla

Viðhaldsvinna á vegum RARIK að kvöldi þriðjudagsins 5. desember

RARIK verður í viðhaldsvinnu í aðveitustöðinni við Laxárvatn og þarf að taka spennir úr sambandi sem mun hafa þær afleyðingar að víðtækt rafmagnsleysi verður í Húnabyggð, Skagaströnd, Skagabyggð og í hluta af Húnaþingi vestra. Viðhaldsvinnan hefst að kvöldi þriðjudagsins 5. desember kl. 23:00 og ætti rafmagn að vera komið á kl. 04:00 aðfaranótt miðvikudagsins 6. desember.
Meira

Jólamarkaður hjá Skagabyggð í Skagabúð á sunnudaginn

Það verður Jólamarkaður hjá Skagabyggð í Skagabúð sunnudaginn 3. desember milli kl. 14 og 17. Þar mun Merete vera með kjötafurðirnar frá Hrauni á Skaga eins og t.d. kæfu, ærhakk, grafið ærfillé og tvíreykt hangikjöt og margt fleira. Kofareykta hangikjötið verður svo tilbúið til afhendingar þann 12. desember og hægt verður að smakka og panta það á sunnudaginn á markaðinum. Einnig er hægt að panta í gegnum skilaboð á Facebooksíðunni þeirra Hraun á Skaga Eiderdown. Öll hjartanlega velkomin
Meira

Kokkakeppni Árskóla endurvakin

Á heimasíðu Árskóla segir að ákveðið hafi verið að endurvekja hina skemmtilegu hefð sem Kokkakeppni 10. bekkjar Árskóla er eftir nokkurra ára hlé. Þar sem hópurinn í heimilisfræði er tvískiptur verður ein keppni á haustönn og önnur á vorönn. Keppni haustannarinnar var haldin 16. nóvember sl. og voru fjögur lið sem kepptu að þessu sinni. 
Meira

Róbert Daníel áhugaljósmyndari var á ferðinni á Króknum í gær

Feyki hefur ótrúlega gaman að því að fá sendar myndir til að birta á Feykir.is og fengum við sendar nokkrar góðar frá Króknum. Róbert Daníel, áhugaljósmyndari, frá Blönduósi var á ferðinni á Króknum í gær með drónann sinn og smellti nokkrum góðum. Takk fyrir Róbert:)
Meira

22 dagar til jóla

2. desember er runninn upp og er hann númer 336 á þessu ári og því aðeins 29 dagar eftir. Í dag er alþjóðlegi kerta dagurinn og því við hæfi að kveikja á einu eða tveimur kertum. Einnig er alþjóðlegi körfuboltadagurinn í dag og gott að skella sér í smá körfubolta nú ef þú nennir ekki í smá boltaleik en átt fat bike þá er alþjóðlegi fat bike dagurinn í dag líka. Munum bara að njóta dagsins....
Meira

Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember

Byggðasafn Skagfirðinga býður öll velkomin í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18. Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler.
Meira

Nokkrir leikmenn Tindastóls valdnir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ

Á Facebook-síðu Unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að eftirtaldir leikmenn Tindastóls hafa verið valdnir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.
Meira

Friðargangan í fallegu veðri í morgunsárið

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. 
Meira

Bókin Fyrsti sjúkraflugmaðurinn er komin út

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum stórmerk bók um fyrsta sjúkraflugmanninn á Íslandi, Björn Pálsson. Jóhannes Tómasson skráði. Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð". Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti, en Björn lést í flugslysi fyrir 50 árum og var þá ekki sjálfur við stýrið.
Meira

Fyllum Síkið í kvöld

Meistaraflokkur kvenna spilar í kvöld við KR í 1. deildinni og er nokkuð ljóst að þetta verður hörkuleikur því hér mætir Tindastóll toppliði deildarinnar. Leikurinn byrjar kl. 19:15 og því tilvalið að mæta aðeins fyrr og splæsa á sig eins og einum hammara fyrir leikinn svo orkulevelið sé í botni til að hvetja stelpurnar áfram. Koma svo Tindastólsfólk nú fyllum við Síkið fyrir stelpurnar okkar.
Meira