A-Húnavatnssýsla

Nethrappar láta til sín taka

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að athygli lögreglunnar hafi verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða. Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.
Meira

Gert ráð fyrir tapi í fjárhagsáætlun Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd verður rekið með 63 milljón króna halla á næsta ári gangi fjárhagsáætlun þess eftir, sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Í frétt Húnahornsins segir að heildartekjur séu áætlaðar 872 milljónir króna og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 634 milljónir og aðrar tekjur 238 milljónir.
Meira

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðum rekstri í Húnabyggð

Sveitarstjórn Húnabyggðar áætlar að rekstur sveitarfélagsins árið 2024 verði jákvæður um 33 milljónir króna. Seinni umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár fór fram á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað sé að heildartekjur verði 2.713 milljónir króna, rekstrargjöld 2.299 milljónir og afskriftir 146 milljónir. Gert er ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður um tæpar 413 milljónir króna fyrir fjármagnsliði en að teknu tilliti til þeirra verður afkoman um 33 milljónir eins og fyrr segir.
Meira

Guðbrandur Ægir hlýtur viðurkenningu úr Menningarsjóði KS

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fékk í gær afhent framlag úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga fyrir mikið og gott starf um árabil, í þágu menningar og lista í Skagafirði. Í viðurkenningarskyni var honum afhent upphæð 500 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu samfélagsins.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

9 dagar til jóla

9 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi ljóti jólapeysudagurinn.... eiga ekki allir eina slíka inni í skáp? Þá er um að gera að fara í hana í dag:) Svo er líka alþjóðlegi settu á þig perlur dagurinn í dag:) svakalega flott með ljótu jólapeysunni... hehe
Meira

20 ára afmæli Ámundakinnar

Nú á mánudaginn verða liðin 20 ár frá því að Ámundakinn ehf. var sett á laggirnar. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til veislu í þjónustukjarnanum á Blönduósi á milli kl. 15 og 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og tertubita líkt og Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, komst að orði í samtali við Feyki.
Meira

10 dagar til jóla

Úfffff hvað það er dökkt yfir eitthvað núna og leiðinlegt veður.... Eru ekki allir búnir að ganga frá trampólínunum:) hehehe Þetta er allavega svona dagur sem að býður upp á að vera bara heima eftir vinnu undir teppi í ullarsokkum og þykkri peysu með heitt súkkulaði og piparkökur:)
Meira

Tónleikar Jólahúna að bresta á

Sunnudaginn 17. desember verða tónleikar Jólahúna í Félagsheimilinu á Blönduósi og annar hópu Jólahúna heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. desember. Einkunnarorð tónleikanna voru og eru kærleikur og samstaða.
Meira

Gul viðvörun í veðurkortunum

Þá er.veðrið loks dottið úr hlutlausum og stafalogn, frostrósir og himinnblámi heyra sögunni til í bili. Það hlýnaði talsvert í dag og sú litla snjóföl sem lá yfir Norðurlandi vestra breyttist í hálku og því þurfa gangandi og akandi að gæta sín og vissara að fara varlega. Hlýindunum fylgdi sunnanrok en í nótt bætir enn í vindinn og það kólnar á ný. Veðurstofan hefur splæst í gula viðvörun á vestanverðu landinu og þar með talið á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira