Gestadagur á Reynistað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.08.2024
kl. 11.32
siggag@nyprent.is
Gestadagur á fornleifasvæðinu á Reynistað í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00.
Boðið verður upp á leiðsögn, á ensku og íslensku, um uppgröftinn sem fró fram í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að mæta koma við Reynistaðakirkju.
Allir velkomnir.
Fleiri fréttir
-
Rændi skrifblokk af miðasölumanni í Metró
Síðast stoppaði Dagurinn hjá Pálínu Ósk og Ísaki Einars skammt utan við Osló. Við kveðjum þau með virktum og ímyndum okkur að við röltum með bakpokann upp á veg, húkkum okkur far niður á höfn í norsku höfuðborginni og stökkvum síðan um borð í ferju á leið til Kaupmannahafnar. Siglum út lognsléttan og ofurfallegan Oslófjörð í síðdegissólinni, sofum af okkur smá velting á Norðursjónum yfir nóttina og komum síðan óstöðug af sjóriðu í land á Islands Brygge í Köben. Þar tekur Áróra Árnadóttir á móti okkur brosandi og fylgir okkur heim til sín þar sem við getum sest niður og náð áttum. Sem betur fer er stutt heim – hún býr á Islands Brygge.Meira -
Nemó FNV fer með Rocky Horror í Hof
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 19.04.2025 kl. 12.15 oli@feykir.isNemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eru heldur betur stórhuga þetta vorið. Nemendafélagið setti upp frábæra sýningu, hryllingssöngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Eysteins Guðbrandssonar, nú eftir áramótin og sýndi í Bifröst við góðar undirtektir eða ellefu uppseldar sýningar. Nú hefur verið ákveðið að setja upp sýninguna í Hofi á Akureyri og sýna dagana 9.-10. maí næstkomandi.Meira -
Kjóllinn týndist á leiðinni til landsins svo þau þurftu að senda nýjan af stað
Dagrún Dröfn Gunnarsdóttir býr á Freyjugötunni á Sauðárkróki og verður fermd í Sauðárkrókskirkju þann 19. apríl af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar hennar eru Klara Björk Stefánsdóttir og Gunnar Smári Reynaldsson. Dagrún sagði Feyki frá undirbúningnum.Meira -
„Jú mamma, ég veit að þú átt fleiri sögur í líkamanum þínum“
Sigrún Alda Sigfúsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, örverpið í stórum barnahópi þeirra Sigfúsar og Guðrúnar í Stóru-Gröf syðri. Sigrún flutti til Reykjavíkur þegar hún var 17 ára og hefur búið þar síðan. Í dag býr hún í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldunni sinni. Sigrún er í sambúð með Arnari Jónssyni, verkefnastjóra og eiganda fyrirtækisins Parallel. Saman eiga þau þrjú börn, Rebekku Eik sem er 7 ára og tvíburadrengina Jón Ými og Sigfús Orra sem eru 4 ára. „Við Arnar ætlum loksins eftir tíu ára samband að ganga í hjónaband í sumar og ætlum að sjálfsögðu að gera það á fallegasta staðnum, Skagafirði.“ Sigrún er talmeinafræðingur sem gaf nýverið út bók sem hugsuð er til að auka orðaforða barna í gegnum sögulestur. Feykir spjallaði við Sigrúnu um nýju bókina og lífið.Meira -
Langar í Pug-hund í fermingargjöf
Rebekka Kristín Danielsdóttir Blöndal verður fermd þann 26. apríl í Blönduóskirkju. Rebekka Kristín býr á Melabrautinni á Blönduósi og eru foreldrar hennar Gígja Bl. Benediktsdóttir og Daniel Kristjánsson. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.