V-Húnavatnssýsla

Nesi vann Hard Wok háforgjafarmótið sem fram fór í gær

Þriðja Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær í frábæru golfveðir. Skorið í þessu móti sem og hinum tveimur var frábært og margir að spila virkilega vel. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna. 
Meira

Nýtt og betra fyrirkomulag grásleppuveiða | Teitur Björn Einarsson skrifar

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um breytt fyrirkomulag veiðistjórnunar á grásleppu. Það er fagnaðarefni að þingheimur skuli loksins hafa afgreitt og leitt í lög þetta framfaraskref við veiðar á grásleppu en frumvörp sama efnis höfðu áður verið lögð fram á síðustu þingum en ekki náðst samstaða um að klára málið fyrr en nú.
Meira

Námskeið í „No dig/No till“ aðferð í ræktun í Víðihlíð í Húnaþingi vestra þann 1. júlí

Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hafa stundað öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð í nokkur ár en nú vilja þau deila reynslu sinni með áhugasömum á námskeiði sem haldið verður í Víðihlíð, Húnaþingi vestra, mánudaginn 1. júlí kl. 16:00. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis og hafa kynnt sér aðferðafræðina bæði í orði og á borði. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ en þar sér náttúran sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á netfangið  hlediss@gmail.com eða skrá sig á viðkomandi viðburð á facebook. 
Meira

Íslandsmót og samhjólreiðar um helgina á Norðurlandi vestra

Um helgina verður mikil hjólaveisla í Skagafirði og í Húnavatnssýslu því Íslandsmótin í bæði tímatöku (TT) og götuhjólreiðum (RR) fara fram í Skagafirði. Þá verður einnig samhjól í Húnabyggð á Rabarbarahátíðinni og má því búast við einhverjum töfum á umferð. Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla vegfarendur til að sýna aðgæslu og skipuleggja ferðir sínar eftir bestu getu, út frá tímasetningum hjólareiðafólksins.
Meira

Nýir tímar, ferskir vindar og nóg af sól að sjálfsögðu! | Pétur Arason skrifar

Þá er sveitarfélagið Húnabyggð orðið stærra og öflugara eftir að íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykktu þann 22. júní í íbúakosningu að sameina sveitarfélögin. Eins og nefnt hefur verið þá býr þetta til ýmiss konar samlegðaráhrif sem koma öllum á svæðinu til góða. Það mun að sjálfsögðu taka tíma að keyra þetta saman og eins og allir vita stendur Húnabyggð út í miðri á með þá sameiningu sem tók gildi við stofnun Húnabyggðar. Það verður því í aðeins fleiri horn að líta á meðan þessi formlega sameining gengur yfir og ekki ólíklegt að það taki allt kjörtímabilið að slípa hlutina saman í stjórnsýslunni og rekstrinum hvað þessar tvær sameiningar varðar.
Meira

Skráning hafin á Vatnsdalshólahlaupin sem fara fram 16.-18. ágúst

Vatnsdalshólahlaupin eru hluti af dagskrá Vatnsdæluhátíðar sem fer fram helgina 16.-18. ágúst í Húnabyggð. Á þessari hátíð verða dagskrárliðir víða í Vatnsdal, Þingi og á Blönduósi en hlaup og skemmtidagskrá verður í Vatnsdalshólunum, einkum í Þórdísarlundi sem er trjálundur Húnvetningafélagsins í Reykjavík og er í jaðri Vatnsdalshóla.
Meira

Húnasjóður auglýsir eftir umsóknum

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.
Meira

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira