V-Húnavatnssýsla

Ragnhildur Sigurðardóttir með golfkennslu fyrir konur

Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, verður með kennslu fyrir konur á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós sunnudaginn 16. júní frá kl. 13:00 -16:00. Allar áhugasamar konur um golfíþróttina hjartanlega velkomnar, kennslan er ykkur að kostnaðarlausu.
Meira

ÓB-mót Tindastóls haldið 22. og 23. júní á Króknum

Það verður líf og fjör á Króknum helgina 22. og 23. júní þegar ÓB-mótið verður haldið. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og segir Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, að þetta verði stærsta ÓB-mótið sem haldið hefur verið á Króknum. Í fyrra var fjöldi keppenda um 600 talsins en í ár verða þeir um og yfir 700 talsins og koma víðs vegar af landinu eða frá 23 félögum. Það má því búast við þónokkurri fjölgun í bænum þessa helgi. Keppt verður á þrettán völlum í ár en fyrstu leikirnir hefjast um klukkan níu á laugardagsmorgninum og verður mótinu lokið seinnipartinn á sunnudeginum. 
Meira

Gjöf allra landsmanna mætt á Skagaströnd

Á heimasíðu Skagastrandar segir að bókin Fjallkonan, þú ert móðir vor kær, bíði íbúa að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd. Í tilefni af því að Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu ákvað forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, sem verður gjöf til landsmanna og dreift um allt land fyrir 17. júní.
Meira

Hamingjan er hér

Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt Byggðastofnun. Könnunin hófst haustið 2023 en dróst fram á veturinn 2024. Þátttakendur voru um 11.500.
Meira

Margrét Petra ráðin verkefnastjóri í barnavernd

Á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að gengið hefur verið frá ráðningu Margrétar Petru Ragnarsdóttur í stöðu verkefnastjóra í barnavernd sem auglýst var laust til umsóknar í lok maí.
Meira

Björguðu hesti úr sjálfheldu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fór í smá verkefni síðastliðið þriðjudagskvöld en þá hafði hesturinn Draumur komið sér í hálfgerða sjálfheldu á sandgrynningum í Héraðsvörnum. Á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel og Draumur komst heill á húfi heim. 
Meira

Harmonikuunnendur hér er eitthvað fyrir ykkur

Dagana 14. - 16. júní fer fram Harmonikuhátíð fjölskyldunnar í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka, Miðfirði. Það eru harmonikufélögin Nikkólína og Grettir sem standa að hátíðinni og samkvæmt dagskránni fara fram dansleikir bæði á föstudagskvöldínu frá kl. 21:00 til kl. 01 eftir miðnætti og á laugardagskvöldinu frá kl. 20 og til miðnættis. Þá verður einnig glæsileg skemmtidagskrá á laugardeginum og verður t.d. happdrætti og kaffihlaðborð frá klukkan 14:00.
Meira

Fjölgar í starfsliði Blöndustöðvar

Rekstur Blöndustöðvar gekk áfallalaust fyrir sig í vetur og snerist að miklu leyti um hefðbundið viðhald. Innrennsli í Blöndulón var hins vegar fremur lítið, því kalt var á hálendinu norðvestanlands; oft snjókoma en sjaldan rigning. Um leið kallaði mikil eftirspurn á mikla orkuvinnslu. Fyrir vikið fór vatnshæð Blöndulóns undir söguleg viðmiðunarmörk í byrjun apríl. Svipaðar aðstæður voru við Fljótsdalsstöð og urðum við því að hægja á orkuvinnslu og skerða afhendingu til stórnotenda. Staða Blöndulóns tók að batna síðasta vetrardag og var vinnsla stöðvarinnar í framhaldinu aukin um þriðjung. Skerðingum var svo aflétt í byrjun maí.
Meira

Safnað fyrir litla hetju

Það var í byrjun maí á þessu ári sem Feykir sagði frá því að hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir hefðu fengið afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2024 við setningu Sæluviku. Þau hjónin eru einstakar fyrirmyndir í samfélaginu okkar og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa margoft staðið fyrir söfnunum fyrir þá sem á því þurfa að halda. Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhyggð og góðu hjartalagi stuðla þau að samheldni í samfélaginu okkar.
Meira

Líf og fjör á Blönduósi um helgina.

Það verður líf og fjör á Blönduósi um helgina þegar bærinn fyllist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjarleikunum sem fara fram í 20. skiptið næskomandi helgi. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengja 5.,6.,7., og 8., flokki. Föstudaginn 14. júní er móttaka keppnisliða í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar og laugardaginn 15. júní er mótssetning á íþróttavellinum.
Meira