V-Húnavatnssýsla

Opið hús í Útibúinu, skrifstofusetri á Hvammstanga

Á dögunum greindi SSNV frá því að búið væri að velja nafn á skrifstofusetrið sem sett hefur verið upp í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6, á Hvammstanga. ÚTIBÚIÐ er nafnið sem var valið eftir að óskað hafði verið eftir tillögum að nafni.SSNV býður fólki á opið hús í Útibúinu á morgun, 3. Júní frá 16-18.
Meira

Vilja sjóð sem styrkir uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni

Á 339. fundi Sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var miðvikudaginn 12. maí 2021 lagði Magnús Vignir Eðvaldsson sveitarstjórnarfulltrúi N-listans fram bókun þar sem skorað er á stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra

Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021.

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.
Meira

Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Hafði planað ferð á tónleika með Paul en þá kom Covid... / RAGNAR KARL

Það er Ragnar Karl Ingason (1964) sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Ragnar býr á Grandanum í Reykjavík en fæddist og ólst upp á Hvammstanga, sonur Sigríðar Karlsdóttir sjúkraliða og Inga Bjarnasonar mjólkurfræðings. „Móðir mín ólst upp á Laugarbakka í Miðfirði en faðir minn flutti á sínum tíma til Hvammstanga frá Selfossi,“ segir Ragnar Karl sem einnig bjó um tíma á Blönduósi.
Meira

Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur verkefni af 44 koma af Norðurlandi vestra.
Meira

Ferðagjöfinni eytt fyrir 18 milljónir á Norðurlandi vestra

Samkvæmt Mælaborði Ferðaþjónustunnar var Ferðagjöfinni eytt fyrir að andvirði 18 milljóna á Norðurlandi vestra. Átta milljónum var eytt afþreyingu, öðrum átta milljónum í gistingu og svo urðu þrjár milljónir eftir á veitingastöðum á svæðinu.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira