5,8 milljónir til viðhalds afrétta- og fjallvega í Húnaþingi vestra

Bergá á Víðidalstunguheiði. Mynd: hunathing.is
Bergá á Víðidalstunguheiði. Mynd: hunathing.is

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta svf. Húnaþingi vestra 4.000.000 króna til viðhalds á styrkvegum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hafði áður samþykkt að veita 1.800.000 krónur til styrkvega og eru því 5.800.000 krónur til úthlutunar fyrir árið 2021.

Landbúnaðarnefnd svf. Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 23. júní sl. að fjármagninu skuli skipt eftirfarandi.

Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði kr. 3.000.000.
Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.550.000.
Til afréttavega í Hrútafirði austur kr. 750.000.
Til vegar yfir Brandagilsháls kr. 200.000.
Til vegar upp á Vatnsnesfjall kr. 300.000.

“Viðkomandi fjallskilastjórnir sjái um framkvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði að öðru leyti en því að sveitarstjóra er falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls.
Landbúnaðarráð leggur til að samræmt gjald verði fyrir vinnu við styrkvegi í sveitarfélaginu. Gjald fyrir dráttarvél með vagni og manni verði að hámarki kr. 14.500 með VSK.
Áréttað er að vinnu við styrkvegi skal vera lokið fyrir fyrstu göngur og reikningar þurfa að berast til sveitarfélagsins fyrir 30. september,“ 
segir í bókun fundarins.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir