V-Húnavatnssýsla

Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 
Meira

Hugsið ykkur ef allir lifðu í friði!

Sagt var frá því á Feyki fyrr í vikunni að Gleðibankinn á Skagaströnd hefði hvatt íbúa til að mæta á íþróttasvæðið í hádeginu í gær til að mynda friðarmerki úr manneskjum. Skagstrendingar lágu ekki á liði sínu og fjölmenntu á svæðið, mynduðu tákn friðar og gjörningurinn var tekinn upp á drónamyndband og nú má sjá afraksturinn.
Meira

„Mikil sóknarfæri á næstu árum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir við setningu Búgreinaþings

Fyrsta búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis fluttu erindi og í framhaldinu héldu búgreinadeildirnar sína fundi. Trausti Hjálmarsson var kjörinn nýr formaður í morgun.
Meira

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira

Verðum að tryggja öryggi og velferð okkar fólks, segir forstjóri MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna atviks þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar þegar hann var að sinna eftirliti. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða þriðja tilvikið á sl. þremur árum en allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar er kært til lögreglu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

Sjálfstæðisfólk og óháðir í Húnaþingi vestra bjóða fram undir listabókstafnum D

Á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Húnaþingi vestra um síðustu helgi var ákveðið að við sveitarstjórnarkosningarnar í vor muni sjálfstæðisfólk og óháðir bjóða fram undir listabókstafnum D. Kemur þetta fram í Facebook-færslu Júlíusar Guðna Antonssonar, formanns stjórnar N-lista og varaformanns Sjálfstæðisfélags V-Hún.
Meira

Mesta fækkun á Norðurlandi vestra í prósentum talið

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 302 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 106 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 56. og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 120 íbúa tímabilinu. Fækkun varð um 37 íbúa á Norðurlandi vestra.
Meira

Stríð í Evrópu :: Leiðari Feykis

Það er óhugnalegt til þess að hugsa, og jafnframt afar þungbært, að loks þegar við sjáum fyrir endann á þeim heimsfaraldri sem hefur haldið jarðarbúum í nokkurs konar heljargreipum í tvö ár með öllum þeim gríðarmiklu mannfórnum og efnahagsþrengingum sem honum fylgir, skuli heimsbyggðin svo vakna upp við þann vonda raunveruleika að stríð sé skollið á í Evrópu.
Meira

Taktu þátt í könnun um LOFTBRÚ

Verkefninu LOFTBRÚ var hleypt af stokkunum síðla árs 2020 en í gegnum það öðlast íbúar dreifbýlisins á skilgreindum svæðum 40% afslátt fyrir sex flugleggi (þrjár ferðir fram og til baka) á ári. Í frétt á vef SSNV segir að þar sem ekki hafiverið reglubundið flug til Sauðárkróks í nokkurn tíma hafa íbúar Norðurlands vestra kannski ekki verið mjög meðvitaðir um að viss hluti svæðisins, póstnúmer 540 til 570, fellur undir skilgreinda fjarlægð frá höfuðborginni, sem gefur rétt til þess að nýta sér afsláttarkjör Loftbrúarinnar.
Meira