Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS
feykir.is
Skagafjörður, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
04.03.2022
kl. 08.12
Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Í öðru sæti urðu þau Fredrica Fagerlund og Stomur frá Yztafelli fyrir lið Leiknis með einkunnina 8,09 og í þriðja sæti varð svo Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási með einkunnina 7,78.
Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar kemur fram að Þúfur hafi sigrað í liðakeppninni í gæðingafimi en allir þrír knaparnir úr liðinu enduðu í efstu sex sætunum.
Niðurstöður - Gæðingafimi
- Mette Mannseth & Skálmöld frá Þúfum / Þúfur 8.41
- Fredrica Fagerlund & Stormur frá Yztafelli / Leiknir 8.09
- Gísli Gíslason & Trymbill frá Stóra-Ási / Þúfur 7.78
- Pétur Örn Sveinsson & Hlekkur frá Saurbæ / Hrímnir 7.32
- Védís Huld Sigurðardóttir & Stássa frá Íbishóli / Íbishóll 7.12
- Barbara Wenzl & Gola frá Tvennu / Þúfur 7.04
- Konráð Valur Sveinsson & Sena frá Hólum / Leiknir 6.94
- Þórgunnur Þórarinsdóttir & Hnjúkur frá Saurbæ / Hrímnir 6.85
- Fanney Dögg Indriðadóttir & Griffla frá Grafarkoti / Hrímnir 6.82
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum / Equinics 6.81
- Vera Evi Schneiderchen & Ramóna frá Hólshúsum / Equinics 6.73
- Guðmar Þór Pétursson & Ástarpungur frá Staðarhúsum Leiknir 6.67
- Ásdís Ósk Elvarsdóttir & Brimdís frá Efri-Fitjum / Storm Rider 6.67
- Vignir Sigurðsson & Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku / Eques 6.65
- Sigrún Rós Helgadóttir & Hjari frá Hofi á Höfðaströnd / Hofstorfan 6.60
- Sigurður Heiðar Birgisson & Íshildur frá Hólum / Equinics 6.56
- Freyja Amble Gísladóttir & Stimpill frá Þúfum / Íbishóll 6.45
- Þorsteinn Björn Einarsson & Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd / Hofstorfan 6.44
- Guðmar Freyr Magnússon & Rosi frá Berglandi I / Íbishóll 6.44
- Elvar Einarsson & Muni frá Syðra-Skörðugili / Storm Rider 6.30
- Bjarki Fannar Stefánsson & Vissa frá Jarðbrú / Hofstorfan 6.12
- Arndís Brynjólfsdóttir & Hraunar frá Vatnsleysu / Storm Rider 5.77
- Guðmundur Karl Tryggvason & Assa frá Miðhúsum / Eques 5.40
- Fanndís Viðarsdóttir & Birta frá Gunnarsstöðum / Eques 3.7
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.