V-Húnavatnssýsla

Þrjár kindur til viðbótar greinast með ARR arfgerðina

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi og segir á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins að þrjár ær hafi bæst í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina sem er hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé. Eru því alls níu kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð.
Meira

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira

Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs

Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Meira

Covid smit á hraðri uppleið

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag segir frá áframhaldandi aukningu á smitum í umdæminu: „Töluverð hreyfing er á töflunni, en enn sem komið er eru fleiri ný smit að koma inn en þau sem að eru að detta út.“
Meira

Kjósendur í einangrun athugið

Vakin er athygli kjósenda í einangrun vegna Covid-19 á því að unnt er að beina óskum um kosningu utan kjörfundar á netfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is, til kl. 13:00 á kjördag, þann 19. febrúar nk. Fylgja þarf staðfesting sóttvarnayfirvalda á því að einangrun vari fram yfir kjördag.
Meira

Mætum á kjörstað – Leiðari Feykis

Það fer líklega framhjá fáum þessa dagana að sameiningarkosningar eru framundan hjá íbúum Skagafjarðar og hluta Austur-Húnavatnssýslu. Þessar kosningar varða miklu um framtíð sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduóss annars vegar og Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, og í raun hvort sameiningar fari fram með vilja íbúanna næsta laugardag eða með lögþvinguðum aðgerðum síðar meir eins og búið er að boða af ríkisvaldinu.
Meira

Gervihnattafjarskipti á Blönduósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Um er að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi þar sem allur búnaður er hýstur.
Meira