V-Húnavatnssýsla

5G er komið í þéttbýli Blönduóss

„5G er komið í þéttbýli Blönduóss,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins en þeir sem eru með nýjustu útgáfu símtækja frá Apple, Samsung og Nokia geta nú loksins tengst því kerfi. Fyrstu 5G sendar Símans fóru í loftið á dögunum en um er að ræða 30 senda frá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og eru þeir flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafa verið settir upp sendar á Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Blönduósi.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Beikonvafinn skötuselur og súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar er Ragnar Helgason, fjármálaráðgjafi einstaklinga hjá Arion banka á Sauðárkróki. Ragnar er giftur Erlu Hrund Þórarinsdóttur, sérfræðingi í fjármálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, en saman eiga þau synina Mími Orra, Rökkva Rafn og Hugin Frey. Ragnar ólst upp í Varmahlíð, bjó um tíma í Reykjavík en flutti svo á Krókinn fyrir sex árum síðan og hér vill fjölskyldan vera.
Meira

Ólöf Lovísa ráðin atvinnuráðgjafi hjá SSNV

Á dögunum auglýsti SSNV eftir atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun og bárust alls 20 umsóknir um starfið. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að úrvinnslu umsókna sé lokið og var Skagfirðingurinn Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir ráðin í starfið.
Meira

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabandalag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma notendaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitarfélagsins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks.
Meira

Goðamótsskjöldurinn til Stólastúlkna

Goðamót 5. flokks kvenna fór fram í Boganum um nýliðna helgi og var þar mikið um dýrðir eins og alltaf á hinum sívinsælu Goðamótum en þetta var 68. mótið í Goðamótaröðinni sem hóf göngu sína árið 2003. Þar tefldu hressar stelpur úr Tindastól, Fram, Hvöt/Kormák, Smára og Neista í fjórum liðum en alls tóku 40 lið frá tíu félögum þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var spilað stanslaust í Boganum frá klukkan 15-20 á föstudegi, 9-17 á laugardegi og 9-14 á sunnudegi. Goðamótsskjöldurinn er veittur fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan og voru það stelpurnar í Tindastóli sem hlutu skjöldinn að þessu sinni.
Meira

Kreppa í aðsigi – Leiðari Feykis

Enn er barist í Úkraínu hvar Pútín þenur vítisvélar sínar sem aldrei fyrr. Fyrir eru hugdjarfir heimamenn sem staðráðnir eru í að verjast fram í rauðan dauðann og vonast eftir aðstoð annarra Evrópuríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Af fréttum að dæma er lítil von um hernaðarlega íhlutun annarra ríkja í öðru formi en útvegun vopna eða hernaðartækja til varnar. Spurning hvað það dugar lengi gegn öflugum rússneskum her sem staðráðinn er í að ná yfirráðum í landinu hvað sem það kostar.
Meira

Lögreglustarfið - Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum.
Meira

Ungmenni í Húnaþingi og Finnlandi í skemmtilegu samstarfi

Húnaþing vestra og Pyhtää í Finnlandi eiga í skemmtilegu samstarfi, Back to the roots, sem er tveggja ára Erasmusverkefni milli sveitarfélaganna. Snýst það um að það að hvetja ungt fólk til að taka þátt í samfélagslegum umræðum og ákvarðanatöku. „Það heitir Back to the roots, eða Leiðin að rótunum, þar sem við viljum styrkja rætur ungs fólks við sitt samfélag. Sveitarfélögin okkar eru frekar lík, bæði lítil, út á landi og við sjó,“ segir í tilkynningu frá ungmennunum á Hvammstanga.
Meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Enn berast góðar fréttir úr herbúðum þeirra er rannsaka og leita að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé því nú hafa fundist þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð.
Meira

Veðurspá Dalbæinga hljómar svipað og sú síðasta

Í fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða mars sl. segir að nánast hefði verið hægt að afrita síðustu fundargerð því veðurspá marsmánaðar hljómar mjög svipað og sú síðasta, þó úrkoma á Dalvík í mars verði ekki eingöngu í föstu formi heldur aðeins blautari en hún var í febrúar. „En áfram verðum við í einhverju mildasta veðrinu hérna á Dallas á meðan við erum farin að vorkenna suður, austur og vesturhlutum landsins fyrir þá veðráttu sem yfir þá gengur,“ segir í fundargerðinni.
Meira