V-Húnavatnssýsla

Mikilvægt að allir viðhafi sem mest einstaklingsbundnar sýkingavarnir

Nú hafa tekið gildi miklar breytingar á sóttvarnareglum og af því tilefni verða ekki fleiri stöðutöflur birtar á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra að svo stöddu, nema ef að ske kynni að hlutirnir breytist, segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna embættisins.
Meira

Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi

Á Sjávarútvegsfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. febrúar sl. var kynnt greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem KPMG vann að beiðni samtakanna. Tilefni þess að stjórn samtakanna ákvað á gera greiningu á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi og hvernig þær tekjur skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga er m.a. vegna aukinnar gjaldtöku af hálfu ríkisins á þessum tveimur atvinnugreinum og aukinna krafna á sveitarfélögin um aukna þjónustu og bætta innviði.
Meira

Vilja að framkvæmdir hefjist sem fyrst við Sundabraut

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Norðvesturskjördæmis, flutti mál sitt um Sundabrú sem forgangsmál í samgöngum og hröðun framkvæmda á alþingi í vikunni. Beinir hann því til Alþingis að það álykti að fela innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu.
Meira

Gul viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr hádegi

Enn ein veðurviðvörunin hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands en suðaustan stormur eða rok mun ráða ríkjum á landinu öllu í dag með snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu samfara hlýnandi veðri.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Nautavefjur og epladásemd

Þröstur Magnússon fékk áskorun frá vini sínum, Árna Geir Sigurbjörnssyni, og var Þröstur ekki lengi að koma með tvær uppskriftir sem ykkur á örugglega eftir að líka vel við. Þröst þekkja margir á Króknum en hann er eigandi Myndunar hf. sem býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá fatamerkingum upp í bílamerkingar ásamt ýmsu öðru.
Meira

Alvarleg vanræksla á búfé kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á búfé á nautgripa- og sauðfjárbúi á Vesturlandi en eftir því sem fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar er um að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp hér á landi.
Meira

Krefjast þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir

Íslensk stjórnvöld fordæma harðlega víðtækar árásir rússneskra stjórnvalda á Úkraínu og lýsa harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás óhjákvæmilega veldur. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. „Hugur okkar er hjá því saklausa fólki sem verður fyrir barðinu á stríðsrekstri og ógnartilburðum Rússlands í Úkraínu. Ísland fordæmir harðlega ólögmæta innrás Rússlands í Úkraínu sem á sér enga réttlætingu. Við krefjumst þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir sínar sem geta valdið miklum hörmungum. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og kallar á hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Meira

Metfjöldi smitaðra

„Enn einn daginn heldur Covid smitum áfram að fjölga hér í umdæminu. Miklar breytingar verða á föstudaginn eins og flestum er líklega kunnugt um. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum,“ segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra í gærkvöldi.
Meira

Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19.
Meira

Viltu vera með í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022?

„Fyrirtækjakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum, stórum og smáum rekstraraðilum/fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða bjóða þjónustu. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu,“ segir í kynningu á vef SSNV.
Meira