Kristinn Hugason til Ísteka
Kristinn Hugason, sem áður starfaði sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal, hefur verið ráðinn samskiptastjóri líftæknifyrirtækisins Ísteka. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði.
Í Bændablaðinu, sem kom út í gær, er sagt frá ráðningu Kristins en hann hefur starfað um árabil sem landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt og hjá Bændasamtökunum eftir stofnun þeirra, síðan innan stjórnarráðsins í nokkrum ráðuneytum.
Þá hafa lesendur Feykis fengið að njóta skrifa Kristins um íslenska hestinn á sem fjölbreyttasta hátt en samstarf hófst í upphafi árs 2018 á birtingu greina Kristins. Voru greinarnar birtar í 1. tölublaði flestra mánaða ársins síðan þá. Greinarnar eru orðnar 48 talsins og hægt að skoða þær á heimasíðu setursins; sogusetur.is.
Vegna óvissu sem ríkti um rekstur Sögusetur íslenska hestsins fyrr á árinu var Kristni sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið meðan reynt er að fjármagna rekstur og framtíðin mótuð upp á nýtt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.