Fundur á Hvammstanga um nýja nálgun í vegagerð

Vatnsnesvegur. MYND AF VEF HÚNAÞING VESTRA
Vatnsnesvegur. MYND AF VEF HÚNAÞING VESTRA

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að boðað er til opins fundar um nýja nálgun í vegagerð í Félagsheimilinu Hvammstanga í dag, þriðjudaginn 4. október kl. 20.30. Á fundinum mun Haraldur Benediktsson alþingismaður kynna tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes.

Annars verður dagskráin svona:

  1. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs Húnaþings vestra opnar fundinn.
  2. Haraldur Benediktsson alþingismaður hefur framsögu og kynnir tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes, til eflingar samfélags og byggðar.
  3. Gísli Gíslason nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar – fjallar um samstarf um samgönguframkvæmdir.

Öll velkomin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir