Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON
Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“
Spurður um helstu tónlistar-afrek nefnir Eyþór til sög-unnar fjöldann allan af ein-leikstónleikum, innanlands sem utan. „Þar fæ ég tækifæri til að spila helstu orgelverk tónbókmenntanna! Ég er hvað stoltastur af ferð minni til Ástralíu árið 2016. Ég hafði samband við organistafélagið í Queensland og fékk að halda tónleika í miðbæ Brisbane. Það skemmtilega var samt að þeim leist svo vel á að ég var ráðinn á staðnum til að halda vígslutónleika glæsilegs orgels tveimur vikum síðar, en það var nýuppgert.“
Hvað er á döfinni? „Sem tónlistarkennari hefst aftur daglegt líf nú á haustdögum. Áætlanagerð fyrir vetrarstarf kirkjukórsins og karlakórsins, að sjálfsögðu eru nýjar raddir alltaf velkomnar! Svo erum við félagar í hljómsveitinni Stein-liggur alltaf til í að taka að okkur verkefni.“
Hvaða lag varstu að hlusta á? Ég er alltaf að hlusta á eitt-hvað! Love is All eftir Roger Glover úr Deep Purple, í snilldarlegum flutningi Ronnie James Dio, varð hins vegar mjög vinsælt hjá krökkunum mínum í bílnum nú um daginn.
Uppáhalds tónlistartímabil? Ef við erum að tala um sígilda tónlist og orgelið sérstaklega, þá er fátt sem toppar Bach og barokkið. Þó er ég afar hrifinn af franska rómantíska tíma-bilinu, þá var orgelið í fyrsta sinn hugsað sem hljómsveit, byggingarstíllinn breyttist og tónlistin var samin með það í huga.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég hef allt frá unglingsaldri verið dolfallinn þungarokks-unnandi. Þetta tengir kannski við orgelið á ákveðinn hátt, tónlistin er voldug og yfirþyrmandi! Ég er í raun alæta á þungarokkið sem er mun fjölbreyttara en fólk heldur. Það sem helst vekur áhuga minn er tæknilega framúrskar-andi spilamennska hæfileika-ríkra hljóðfæraleikara (t.d. Dream Theater), frábærar raddir söngvara, hver á sinn hátt, eins og Einar Solberg (Leprous), Floor Jansen (Night-wish), Yannis Papadopoulos (Beast in Black) eða Alissa White-Gluz (Arch Enemy). Ég hlusta stöðugt á það sem ég veit að mér þykir gott og nota tónlistarveitur til að kynnast nýju efni.
Hvaða lag er í uppáhaldi akkúrat núna? Millennium Sun með brasilísku hljómsveit-inni Angra.
Ef þú gætir valið þér söngv-ara til að syngja með dúett, hvaða söngvara vildirðu syngja með og hvað lag tækjuð þið? Þar sem söngur-inn er ekki beint mín sena hef ég lítið spáð í þessu. Efast líka um að ég sé efni í góðan dúett þó ég haldi svo sem alveg lagi...! Ég hef í starfi mínu sem organisti fengið tækifæri til að spila með þónokkrum Euro-visionförum – það er alltaf skemmtilegt.
Hvers konar tónlist var hlust-að á á þínu heimili? Það var minnir mig aðallega hvað sem var í spilun á Rás 1, hvort sem hún var sígild, djössuð eða dægur. Við, börnin kynntumst helst klassískri tónlist, heimsóttum sinfóníuna og fórum jafnvel á nokkrar léttar gamanóperur. Þó átti pabbi líka gamlar plötur, t.d. með The Kinks, sem hann spilaði stund-um krökkunum til mikillar gleði.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Man ekki hvort það var fyrsti diskurinn, en eftirminnilegt var þegar ég var í handboltaferð með Haukum árið 2005 til Gauta-borgar og keypti mér nýjasta diskinn með Hammerfall, en hljómsveitin er einmitt þaðan.
Hvaða græjur varstu þá með? Ferðageisladiskaspilari og ódýr heyrnatól.
Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Það var eitthvað með Í svörtum fötum. Fékk svo diskinn þeirra í jólagjöf, sem var ekki verra.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn eða fer óstjórnlega í taugarnar á þér? Ekkert ákveðið lag, en þó er ég afar lítið fyrir nútíma rapptónlist og myndi það heyra til undan-tekninga ef ég kæmist í gegnum heilt lag.
Þú heldur dúndurpartý í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ekki mikill partíkall en ef ég fengi að ráða yrði það One Night in Tokyo með Beast in Black. Mjög skemmtileg samblanda, eins konar teknómetall.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Þegar mað-ur lifir og hrærist í tónlist er stundum góð sunnudags-morgunþögnin. Allt fram að dúndurforspili á orgelið, það er að segja.
Hvaða Bítlalag hefðir þú viljað hafa samið? Kann sæmilega við Bítlana en enginn ofuraðdáandi og hef einhverra hluta vegna aldrei haft áhuga á að semja. En fjárhagslega hefði verið hagstætt að hafa samið Here Comes the Sun, sem mér sýnist vera mest spilaða lagið þeirra! Annars þykir mér Help skemmtilegast.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Er svo heppinn að láta drauminn rætast í haust og fer að sjá Dream Theater í Þýskalandi er þeir halda upp á 40 ára afmæli hljómsveitarinnar. Í sömu ferð kíki ég svo á rosalegt tríó, Soilwork, In Flames og Arch Enemy.
Hvað músík var helst blast-að í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Það var líklegast Metallica og Hammerfall. Mögulega Ramm-stein. Ég var svona á leiðinni í þungarokkið.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera eða haft mikil áhrif á þig? Jordan Rudess er óendanlega flinkur hljómborðsleikari. Svo eru auð-vitað til ótal organistar sem maður lítur upp til. Olivier Latry fer þar fremstur í flokki.
Hvaða plata hefur skipt mestu máli í þínu lífi og hvers vegna? Það er bara svo margt ... eins konar alda af tónlist, get ekki bent á eina.
Mest spiluðu lögin í síma Eyþórs:
End of the World - Beast in Black
Castaway Angels - Leprous
Prescient - Star One
Black heart rebellion - Insomnium
Carry on - Angra
Beoynd the Matrix - Epica
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.