Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.03.2025
kl. 14.42
Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
Til ráðstöfunar verða allt að 27 milljónir kr. Í forgangi verða verkefni sem styðja við þróun leiðarkerfis, m.a. með samþættingu við aðra þjónustu eða breytingum á rekstrarformi. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 5. maí 2025.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.