Fékk Panasonic græjuskáp í fermingargjöf / ELÍSABET JÓNA
Tónlistaráhugakonan Elísabet J. Gunnarsdóttir er Króksari í húð og hár, uppalinn á Öldustígnum frá því snemmsumars 1970 og síðan á Suðurgötunni. Hún starfar nú sem ráðgjafi hjá Advania á Króknum.
Elísabet spilar ekki á neitt hljóðfæri en hefur þó verið beðin um að syngja sem henni finnst nokkuð merkilegt afrek.
Uppáhalds tónlistartímabil? Ekkert sérstakt svo sem. Tónlistin í dag finnst mér góð og svo kemur tónlistin frá the ‘80 manni alltaf í stuð.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Bara allt svo sem, allt frá Katy Perry til Skálmöld með Sinfó.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Rokk og klassík.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? 1982 keypti ég plötuna Speak and Spell með Depeche Mode (á hana ennþá í góðu lagi).
Hvaða græjur varstu þá með? Græjur sem pabbi og mamma áttu, en 1984 fékk ég í fermingargjöf græjuskáp frá Panasonic sem voru mikið notaðar.
Hvað syngur þú helst í sturtunni? Syng mjög lítið í sturtu.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Komdu í Kántrýbæ.
Uppáhalds Júróvisjónlagið? Wild Dances – Ruslana (2004).
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? ´80's lög og popp tónlist.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Rólega tónlist með Céline Dion.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Get ekki gert upp á milli þriggja tónlistamanna. Staðsetningin væri aukaatriði en tónleikarnir væru; Pink og með mér væri Fríða Einars, Robbie Williams og þar væri María Leifs með eða Bruce Springsteen og þá væri Anna María (systir) með mér.
Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Hummmm, hef nú ekki hugsað út í það, helst þá kannski Pink.
Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Born in the USA með Bruce Springsteen.
Vinsælustu lögin á Playlistanum:
Monster / Eminem og Rihanna
Dear Darlin' / Olly Murs
Loved Me Back To Life / Céline Dion
My Kind of Love / Emeli Sandé
Seprate Ways / Journey
People Like Us / Kelly Clarkson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.