YELLOW FLOWER / KT Tunstall
Skoska tónlistarkonan KT Tunstall gaf í sumar út plötuna Invisible Empire // Crescent Moon en þar finnur hún aftur fjölina sína en síðasta plata var ekki alveg að gera sig. Yellow Flower er gullfalleg ballaða.KT Tunstall er fædd í Skotlandi 1975 og er söngkona, gítarleikari og lagahöfundur. Hún braust fram á sjónarsviðið árið 2004 í þættinum Later... with Jools Holland en þar flutti hún hið eiturhressa Black Horse and the Cherry Tree. Sama ár kom út platan Eye to the Telescope sem var stórfín.
Síðan hafa komið út fjórar breiðskífur. Árið 2006 gaf hún út Acoustic Extravaganza sem var eins og nafnið bendir til á kassagítarnótunum, hún rokkaði á Drastic Fantastic árið 2007, Tiger Suit var strembnari árið 2010 en hún er komin á svipaðar slóðir og á fyrstu tveimur plötunum með þessari nýju, Invisible Empire // Crescent Moon.
http://www.youtube.com/watch?v=nGV8gkvIuBc
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.