WORKIN' WOMAN BLUES / Valerie June
feykir.is
Það var lagið
28.01.2014
kl. 09.39
Hin bandaríska Valerie June vakti nokkra athygli á síðasta ári í kjölfarið á útgáfu á hennar fjórðu breiðskífu, Pushin' Against a Stone. Þar var einmitt þetta lag, Workin' Woman Blues, að finna.
Valerie June, sem er borin og barnfædd í Jackson, Tennessee árið 1982, er allt í senn; söngkona, lagahöfundur og spilar á fjölda hljóðfæra. Tónlistin sem hún flytur er blanda af þjóðlagatónlist, blús, gospel, kántrí og sól og fleira mætti til telja.
http://www.youtube.com/watch?v=8ywuF-N8xXQ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.