THE MOTHER WE SHARE / Chvrches
feykir.is
Það var lagið
21.01.2014
kl. 09.38
Chvrches er skoskt tríó sem var sett á laggirnar 2011 og náði þeim ágæta árangri að ná fimmta sæti á lista BBC Sound of 2013 yfir efnilegustu tónlistartalentana.
Tríóið skipa Lauren Mayberry (söngur, hljómborð og samplarar), Iain Cook (hljómborð, gítar, bassi og söngur) og Martin Doherty (hljómborð, samplarar og söngur). Chvrches spila nútímalegt svuntuþeysarapopp með eitís áhrifum. Fyrstu breiðskífuna gáfu þau út í september 2013 og bar hún nafnið Recover. Þar var þetta lag, The Mother We Share, fyrsti singullinn.
Chvrches er borið fram eins og Churches .
http://www.youtube.com/watch?v=_mTRvJ9fugM
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.