THE DEATH OF YOU AND ME / Noel Gallagher's High Flying Birds

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með rokki og róli síðustu árin ættu að kannast við Noel Gallagher.

Kappinn er að sjálfsögðu best þekktur sem gítarleikari og aðal lagahöfundur ensku rokkgrúppunnar Oasis og sömuleiðis að vera bróðir bróður síns, Liams, söngvara sömu sveitar.

Þeir bræður eru ekki síður þekktir fyrir að eiga í stanslausum deilum hvor við annan og jafnvel hvern sem er. Oasis var því ansi oft við það að leggja upp laupana og endaði síðan með að gera það, sveitin var lögð á hilluna 2009.

Bræðurnir hafa síðan farið hvor sína leiðina. Hér er lagið The Death Of You And Me með nýstofnaðri hljómsveit Noels sem ber nafnið Noel Gallagher’s High Flying Birds.

http://www.youtube.com/watch?v=kFx_IniNjfE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir