THAT GIRL / The Noisettes
feykir.is
Það var lagið
23.10.2012
kl. 22.17
The Noisettes er enskur dúett sem hófu leik fyrir nokkrum árum í hálfgerðu pönkrokki. Þau vöktu meiri athygli með annarri breiðskífu sinni Wild Young Hearts þar sem dansvænni taktar réðu húsum undir smekklegum sálaráhrifum. Nýlega kom þriðja skífan út, hún kallast Contact og þar hefur lagið That Girl fengið talsverða athygli.
Dúettinn skipa nú þau Shingai Shoniwa, sem syngur og spilar á bassa og síðan gítaristanum Dan Smith. Með þekktari lögum þeirra er Don't Upset the Rhythm og Never Forget You. Af fyrstu plötunni er lagið Sister Rosetta ansi ferskt og flott.
http://www.youtube.com/watch?v=wlx0zuMFJck&feature=related
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.