STILL INTO YOU / Paramore
Hljómsveitin Paramore hefur nýlega sent frá sér splunkunýja breiðskífu sem ber nafn hljómsveitarinnar. Á þessari skífu er meðal annars að finna lagið Still Into You en það er einmitt lagið að þessu sinni.
Paramore er amerísk rokkhljómsveit frá Franklín í Tennesí. Sveitin var stofnuð 2004 og í dag er hún skipuð söngkonunni Hayley Williams, bassaleikaranum Jeremy Davis og gítarleikaranum Taylor York. Tónlistin er flokkuð sem emó eða popp-pönk og á stundum líkt við það sem Kelly Clarkson og Avril Lavigne hafa verið að gera.
Þau hafa sent frá sér fjórar breiðskífur en auk þessarar nýjustu eru það All We Know Is Falling (2005), Riot! (2007) og Brand New Eyes (2009).
http://www.youtube.com/watch?v=OblL026SvD4
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.