SPREAD YOUR WINGS / Queen
Mikið rosalega var hljómsveitin Queen, með Freddy Mercury í fararbroddi, frábær.
Hljómsveitina Queen skipuðu auk Freddy’s þeir John Deacon bassaleikari, Roger Taylor trommari (ekki þessi sem var í Duran Duran) og gítarleikarinn á tréklossunum, Bryan May, sem er ekkert skildur James May í Top Gear þáttunum. Allir gátu þessir gaurar samið heví hittara og Queen átti mörg frábær lög. Freddy lést langt fyrir aldur fram fyrir rúmum 20 árum.
Hér er lagið Spread Your Wings sem er reyndar lítið spilað þó það sé fjári grípandi og mörg grúppan væri örugglega til í að gefa mikið fyrir að hafa getað sett saman. Lagið var á plötunni News of the World sem kom út árið 1977 og innihélt meðal annars lögin We Will Rock You, We Are The Champions og hið frábæra It’s Late.
http://www.youtube.com/watch?v=uyd6OLyhPJo&ob=av3e
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.