PEOPLE PLEASER / Andy Allo

Tónlistarkona er nefnd Andy Allo, 24 gömul, fædd í Kamerún, söngvari, lagahöfundur, leikkona og módel. Á síðasta ári gaf hún aðra breiðskífu sína, Superconductor, en á henni er einmitt lagið People Pleaser.

Tvítug gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, UnFresh, með 12 lögum og ekki minni maður en Prince (eða þannig) fékk Andy Allo til liðs við hljómsveit sína The Power Generation þar sem hún syngur og spilar á gítar.

Á hljómleikaferðalagi með Prince fóru þau að semja saman lög og þrjú þeirra eru á Superconductor. Á plötunni ættu blásarar að finna eitthvað góðgæti en meðal þeirra sem blása í rör eru Maceo Parker og Trombone Shorty.

http://www.youtube.com/watch?v=3FhxVietXo8

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir