NEXT TO ME / Emeli Sandé

Breska söngkonan Emeli Sandé á vinsælt lag um þessar mundir sem kallast Next To Me. Smart lag.

Emeli, fædd 1987, ólst upp í Aberdeenskíri í Skotlandi, pabbi hennar er frá Zambíu en móðirin ensk. Eftir að hafa stundað nám í lyfjafræði snéri hún sér alfrarið að tónlistarferlinum. Nú í byrjun árs gaf hún út plötuna Our Version of Events sem er stútfull af grípandi lögum undir áhrifum frá sól, R&B og hipphoppi.

Platan smelltist á topinn á breiðskífulistanum breska en meðal laga eru Heaven, Next To Me og My Kind of Love. Á Brit Awards hátíðinni var hún tilnefnd sem besti nýliðinn og á sömu hátíð hlaut hún verðlaun sem kallast Critic’s Choice.

http://www.youtube.com/watch?v=-nwdjQmc_N8

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir