MY LOVE IS YOUR LOVE / Whitney Houston

Whitney Houston var frábær söngkona sem lést langt fyrir aldur fram, 48 ára gömul, 11. febrúar 2012.

Hún gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1985 og sló í gegn með lögunum Saving All My Love For You, How Will I Know og The Greatest Love Of All. Næsta breiðskífa kallaðist Whitney og gerði hana að einhverri stærstu stjörnu níunda áratugarins með lögum á borð við I Wanna Dance With Somebody, Didn't We Almost Have It All og Where Do Broken Hearts Go. Toppnum á ferlinum náði Whitney 1992 þegar hún lék í kvikmyndinni Bodyguard ásamt Kevin Costner og ekki eyðilagði fyrir henni platan sem gerð var samhliða myndinni þar sem lagið I Will Always Love You heillaði fólk um allan heim. Lagið reyndar eftir Dolly Parton.

Heldur fór að halla undan fæti eftir þetta en þó kom eitt og eitt lag sem hitti í mark. Hér er eitt smartasta lagið sem Whitney söng, My Love Is Your Love, sem Wyclef Jean úr The Fugees og frændi hans Jerry "Wonder" Duplessis sömdu og óhætt að fullyrða að lagið beri talsverðan keim af The Fugees. Smáskífan með laginu seldist í 3 milljónum eintaka og varð þriðja mest selda smáskífa Whitney Houston. Flott lag - flott söngkona.

http://www.youtube.com/watch?v=kxZD0VQvfqU&ob=av2n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir