LABRADOR / Aimee Mann

Snillingurinn hún Aimee Mann var rétt í þessu að senda frá sér splunkunýjan geisladisk, Charmer. Hér má finna slóð á aðra smáskífuna af disknum sem ber nafnið Labrador.

Tónlistina hennar Aimee þekkja kannski flestir úr myndinni Magnolia og má þá telja til sögunnar lög á borð við Safe Me og Wise Up.

Aimee Mann, fædd 8. september 1960, ólst upp í Bon Air í Virginiu, nam við Berklee College of Music í Boston en hætti í skólanum til að spila með fyrstu pönkrokk-hljómsveit sinni, Young Snakes. Einhverjir gætu kannast við hljómsveit hennar Til Tuesday sem var nokkuð þekkt í kringum 1985 fyrir lög á borð við What About Love og Coming Up Close. Hún gaf hins vegar út sína fyrstu sólóplötu árið 1993 og kallaðist hún Whatever.

Charmer er áttunda sólóskífa Aimee Mann en flestar hafa þær fengið lof gagnrýnenda.

Þess má geta að hún fór með lítið hlutverk í einhverri bestu bíómynd síðari ára, The Big Lebowski.

http://www.youtube.com/watch?v=XA1cX-wgMdM&feature=player_embedded

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir