Jólin í Gránu næsta laugardag- Getraun, finnur þú tengingar innan hópsins?
Tónleikarnir Jólin í Gránu verða haldnir í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 18. desember. „Á dagskránni eru nokkur glæný skagfirsk jólalög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir okkur í bland við gömlu góðu fallegu jólalögin,“ segir í kynningu.
Sem fyrr er það Hulda Jónasar sem heldur utan um Gná tónleikana en hún segir miðasölu ganga glimrandi vel. „Örfáir miðar eftir sem má tryggja sér í síma 8660114. Það þurfa allir að fara í hraðpróf fyrir tónleikana og er það hægt á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki á föstudagsmorguninn og kostar ekki krónu. Sýna þarf neikvæða niðurstöðu þegar mætt er á tónleikana svo umhverfið þar ætti að vera nokkuð öruggt,“ segir Hulda.
Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tvær tímasetningar í boði fyrir hraðpróf, annars vegar klukkan 8:30 og hins vegar 8:45 og er fólk beðið um að virða tímamörk. Ekki verða tekin sýni á öðrum tímum.
„Annars lofum við ljúfri og notalegri jólastund í Gránu þetta laugardagskvöld. Við ætlum að frumflytja nokkur glæný skagfirsk jólalög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir okkur og m.a höfunda má nefna Rögnvald Valbergsson, Geirmund Valtýsson og Eirík Hilmisson. Og svo verða auðvita gömlu góðu jólalögin í bland og ætlum við m.a að vekja til lífsins gömlu góðu Ríó tríó lögin. Sérstakir gestir okkar þetta kvöld verða Barnakór Tónadans undir stjórn Kristínar Höllu og heyrst hefur að kórinn ætli að taka á móti gestum þegar þeir mæta með fallegum söng.
Og svo er það leynigesturinn eða jafnvel leynigestirnir - hverjir skildu það nú vera?“ spyr Hulda dulúðlega.
Tveir heppnir geta unnið sér inn tvo miða hvor með því að finna þrjár réttar tengingar innan hópsins - skyldleika- vinskap eða annað eða giska á hvað af neðangreindu er rétt. Svör þurfa að berast á netfangið palli@feykir.is fyrir miðnætti þriðjudagskvöldið 14. desember.
Hulda og Valgerður eru frænkur- báðar ættaðar frá Bólu.
Ægir heldur með Liverpool.
Róbert Smári, Ingi Sigþór og Bjarni Atla hafa sungið saman og jóðlað í leiðinni.
Valgerður, Silla og ég höfum allar leigt spólu á Ábæ.
Ingi Sigþór og Róbert Smári eru bræður.
Silla og Fúsi eru hjón
Bjarni Atla er ekki skyldur Bjarna Ara
Hulda og Hreindís eru mæðgur
Fúsa hljóðmanni finnst kaffi vont
Gunnar gítarleikari og Steini trommari hafa verið á Hellulandi
Við höfum öll verslað í Skaffó
Valgerður og Guðjón sax eru frændsystkini
Eysteinn og Silla mæðgin
Hverjir innan hópsins eiga gúmmítúttur frá Bjarna Har
Valgerður hefur tekið bensín á Ábæ og Gunnar Bragi pabbi Róbert Smára og Inga Sigþórs vann þar þá
Ægir notar skó númer 43
Maggi píanóleikari elskar skinkuhornin í Sauðárkróksbakaríi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.