IT'S ONLY LIFE / The Shins

Hljómsveitin The Shins, með söngvarann og gítarleikarann James Mercer í fremstu víglínu, var stofnuð árið 1997 í Albuquerque í Nýju Mexíkó. Sveitin sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu í ár og á henni er að finna þetta fallega lag, It's Only Life.

Talsverðar mannabreytingar hafa orðið á The Shins frá upphafi en nú skipa sveitina James Mercer eins og áður var getið, trommari er Joe Plummer, Yuuki Matthews spilar á bassa og hljómborð, Jessica Dobson spilar á gítar og loks Richard Swift sér um hljómborð og margt fleira.

Fyrsta breiðskífa The Shins, Oh, Inverted World, kom út árið 2001, önnur skífan, Chutes Too Narrow, árið 2003 og sú þriðja, Wincing the Night Away árið 2007. The Shins hafa ekki átt neinn sérstakan hittara en tónlistin er haganlega samansett melódískt popprokk sem jafnan hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda.

http://www.youtube.com/watch?v=fweNLKBCh5A

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir