I LOVE IT / Icona Pop

Icona Pop er sænskt dúó sem Aino Jawo og Caroline Hjelt fóru af stað með árið 2010. Tónlistin er hræringur úr elektró hústónlist, pönki og hrápoppi.

Síðasta sumar sendu þær stöllur frá sér lagið eldhressa, I Love It, sem náði sæmilegum árangri á vinsældalistum í Evrópu; náði öðru sætinu í Svíþjóð og því þriðja í Austurríki. Einhverjir gætu kannast við lagið úr tölvuleiknum Need For Speed: Most Wanted.

Seint á síðasta ári gáfu Icona Pop síðan út samnefnda breiðskífu.

http://www.youtube.com/watch?v=UxxajLWwzqY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir