HIGH HOPES / Kodaline

Írska hljómsveitin Kodaline hefur vakið athygli á árinu en þá gaf sveitin út plötuna In a Perfect World. Á henni er meðal annars að finna lagið High Hopes.

Kodaline hefur verið við lýði síðan árið 2005 en fyrstu sex árin kölluðu kapparnir sig 21 Diamonds en breyttu nafninu semsagt árið 2011 í Kodaline. Kodaline gerir út frá Dublin og er skipuð þeim Stephen Garrigan (söngur, gítar, hljómborð), Mark Prendergast (gítar), Vinny May (trommur) og Jason Boland (bassi).

Tónlistin á plötunni In a Perfect World minnir á Coldplay, The Script og kannski aðeins út í meira þjóðlagarokk.

http://www.youtube.com/watch?v=E4povfmX144

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir