EMMYLOU / First Aid Kit
Hinar sænsku Klara & Johanna Söderberg skipa dúettinn First Aid Kit sem hefur getið sér orð fyrir lagið Emmylou.
Þær koma frá Enskede í Svíþjóð, Klara fædd 1993 og Johanna 1990, og flytja tónlist sem mætti segja að sé undir miklum áhrifum frá þjóðlagageiranum. Platan The Lion’s Roar er önnur plata þeirra systra og hefur fengið mikið lof. Svona er textinn í viðlaginu:
I’ll be your Emmylou and I’ll be your June
And you’ll be my Gram and my Johnny too.
No, I’m not asking much of you
Just sing little darling, sing with me.
Hér er verið að neimtékka kántrýstjörnurnar Emmylou Harris, Gram Parsons, June Carter og Johnny Cash. Þetta þykir ekki slæmt. Flott lag, flottar raddir.
http://www.youtube.com/watch?v=PC57z-oDPLs&feature=player_embedded
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.