‪DOWN WITH THE TRUMPETS / Rizzle Kicks‪

Rizzle Kicks er breskur hiphopp-dúett frá Brighton, skipaður félögunum Jordan Rizzle Stephens og Harley Sylvester Alexander-Sule.

Kapparnir eru rétt orðnir tvítugir en frumburður þeirra hvað breiðskífur varðar, Stereo Typical, kom út í lok október 2011.

Þeir fæddust báðir í Norður London og var samgangur á milli fjölskyldna þeirra frá því þeir voru þriggja ára. Síðan misstu þeir samband sín á milli og fjölskyldur beggja fluttu til Brighton án þess að þær vissu hvor af annarri.  Fyrir röð tilviljana hittust strákarnir að nýju þegar þeir voru 11 ára þegar þeir spiluðu í sitt hvoru liðinu í fótboltaleik. Þeir hófu samstarf á tónlistarsviðinu árið 2008 og stofnuðu síðar sama ár Rizzle Kicks

Hér er að finna myndband við fyrsta smáskífulag Rizzle Kicks, Down with the Trumpets, sem skreið í áttunda sæti breska smáskífulistans í september á síðasta ári.

http://www.youtube.com/watch?v=grr75UkqhA4&feature=related

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir