COME TO MY PARTY / Black Joe Lewis

Black Joe Lewis er amerískur tónlistarmaður með rætur í blús, fönki og sól. Hann á nokkrar stórar og smærri plötur að baki ásamt hljómsveit sinni The Honeybears en í ár kom út platan Electric Slave og á henni er m.a. að finna hið eiturhressa Come To My Party.

Black Joe Lewis & the Honeybears urðu til í Austin í Texasfylki árið 2007 og vöktu fljótlega jákvæða athygli. Joe Lewis var að vinna hjá veðlánara í Austin þegar hann fyrst greip í gítar og fljótlega skellti hann sér í lókal Rauðár bílskúrsblús senuna og tróð upp með þekktum heimamönnum sem voru í sama gírnum.

Tónlist Black Joe Lewis er undir áhrifum frá Howlin' Wolf og James Brown svo einhverjir séu nefndir til sögunnar.

http://www.youtube.com/watch?v=Wa8v7VsH0IM

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir